Eðlisfræði 1, 2 og 3 - Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar – Eðlisfræði 3 12 2.1 Mismunandi form orkunnar Lykilhugtök: • stöðuorka • hreyfiorka • efnaorka • lögmál um varðveislu orku • orkunýtni Í kaflanum er farið yfir mismunandi form orkunnar og hvernig orkuformin geta umbreyst. Fjallað er stuttlega um vatnsorkuver og orkunýtni. Sýndartilraunir Hér eru form orkunnar skoðuð. Kannað er hvernig orkan breytist við að hita og kæla ýmis efni. Einnig er hægt að byggja eigin kerfi með öðrum orkugjöfum: https://phet.colorado.edu/en/simulation/legacy/energy-forms-and-changes Hér er hægt að leika sér með hvernig lögmálið um varðveislu orkunnar virkar með brettagaur. Stöðuorka, hreyfiorka og núningur (varmaorka) eru til umfjöllunar: https://phet.colorado.edu/en/simulation/energy-skate-park-basics Hér er góð sýndartilraun um varðveislu orkunnar. Á sömu síðu má finna fleiri sýndartilraunir um svipað efni: https://interactives.ck12.org/simulations/physics/trampoline/app/index. html?referrer=ck12Launcher&backUrl =https://interactives.ck12.org/simulations/physics.html. 2.2 Endurnýjanleg orka er framtíðin Lykilhugtök • endurnýjanlegur orkugjafi • lífeldsneyti • jarðvegsvarmi • jarðhiti • vindorka Endurnýjanleg orka telst sú orka sem kemur frá orkulind sem minnkar ekki, heldur endurnýjar sig stöðugt þegar tekið er af henni og helst þannig í jafnvægi. Á Íslandi er hlutfall notkunar endurnýjanlegra orkugjafa nokkuð hátt en Íslendingar nota mesta orku á hvern íbúa í heiminum. (Er vatns- og jarðvarmaorkan endurnýjanleg? Jöklar bráðna og jarðhitageymar tæmast hraðar en þeir endurnýja sig. Tilefni vangaveltna?) Í kaflanum er farið yfir helstu endurnýjanlegu orkugjafana, vatnsafl, jarðhita, vindorku, lífeldsneyti, jarðvegsvarma, loftvarma og sólarorku. Á þessari síðu frá Smithsonian stofnuninni í Bandaríkjunum má sjá hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa um allan heim: http://www.smithsonianmag.com/innovation/interactive-mapping-renewable-energy-around-world-180947914/ Á heimasíðu orku náttúrunnar má finna mikið af upplýsingum um orkunýtingu og orkuöflun á Íslandi: https://www.on.is/ Verklegt/sýndartilraunir Á þessari síðu er leikur þar sem nemendur nota endurnýjanlega orkugjafa til að bjarga heiminum: https://wonderville.org/asset/save-the-world Annar leikur, þar sem nemendur læra um mismunandi orkugjafa, hvernig þeir eru notaðir í daglegu lífi, kosti og galla við hvern og einn: http://sciencenetlinks.com/esheets/power-up/ Þriðji leikurinn er kannski viðamestur. Hann heitir Energy bits og er á vegum Evrópusambandsins og miðar að því að breyta hegðun ungmenna í orkuneyslu og stuðla að nýsköpun. Hann samanstendur af 24 stuttum heimildamyndum, allskyns verkfærum og leik. Boðið er upp á 9 mismunandi tungumál: http://www.2020energy.eu/en . 2. Orkuöflun heimsins

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=