Eðlisfræði 1, 2 og 3 - Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar – Eðlisfræði 3 11 2. Orkuöflun heimsins Kennsluleiðbeiningar - Eðlisfræði 3 ANNAR KAFLI: ORKUÖFLUN HEIMSINS Orka birtist okkur í margvíslegum myndum. Helstu myndir orku skv. kennslubókinni eru aflfræðileg orka (hreyfiorka, stöðuorka), varmaorka, efnaorka, geislunarorka og kjarnorka. Orka er fasti í heiminum og samkvæmt lögmálinu um varðveislu orkunnar getur orka hvorki myndast né eyðst, heldur aðeins breyst úr einu formi í annað. Nálgun: Orka er hugtak sem nemendur kannast við. Gott er að hefja umfjöllun á orkuhugtakinu með því að biðja nemendur um að búa til töflu og fylla út í hana með einhverju sem þau þekkja til að glöggva sig á orkuhugtökunum. Taflan hér fyrir neðan er til viðmiðunar með einhverjum hugsanlegum svörum en að sjálfsögðu eru til óteljandi svör. Gott er að biðja nemendur að lesa kaflann og útbúa krossglímu með lykilhugtaki/tökum kaflans. Krossglíma er það kallað þegar lykilhugtak er skrifað lóðrétt á blaðsíðu og stafir orðsins síðan notaðir til að glósa lykilhugtökin lárétt . Það eru einnig góð og vel útfærð stærri verkefni á verkefnavef nano.is um loftslagsbreytingar og áhrif orkuöflunar manna á líf á Jörðinn: http://nano.natturutorg.is/ Athugið að svör við verkefnum kaflans, ásamt kaflaprófum, eru á læstu svæði kennara á www.mms.is . Verkefni/verklegt: Kennsla um orkuöflun getur farið fram í stærri verkefnum samhliða öðrum fögum. Einnig er tilvalið að kíkja út úr skólastofunni, skoða orkunotkun mannsins í umhverfinu og skrifa um það. Bílar, byggingar, vegir, hitun húsa o.fl. getur verið eitthvað sem vert er að skoða. Sýndartilraun getur reynst mjög vel við að útskýra en kemur aldrei alveg í stað verklegra æfinga Samþættingarhugmyndir: Verkefni um orkuöflun manna er tilvalið að samþætta sem flestum greinum. Stór verkefni um endurnýjanlega orkugjafa, loftslagsbreytingar og fleiri stærri verkefni samræmast efni kaflans. T.d. innan náttúrufræða væri hægt að nota kaflann um orkuöflun mannsins samhliða kaflanum um umhverfið í manni og náttúru. Einnig er tilvalið að skoða hversu mikla orku þarf til að búa til hversdagslega hluti eins og síma, plastpoka eða klæðnað. Það getur verið mjög áhrifaríkt að rekja sögu hlutanna til uppruna þeirra. Það getur einnig komið inn á samfélags- og umhverfislegar vangaveltur um fólk sem stritar án þess að fá góð laun fyrir. Efni kaflans: Kaflanum er skipt í þrjá undirkafla og eru kennsluleiðbeiningarnar skipulagðar með sama hætti. Gott er að nefna að aftast í kaflanum, á bls. 63, er samantekt úr kaflanum í punktaformi sem nýtist vel þegar farið er yfir innihald kaflan. Raforka Aflfræðileg orka Varmaorka Efnaorka Geislunar- orka Kjarnorka Rafmagn Símar Tölvur Ísskápur Hreyfiorka er í vöðvum sem hreyfast. Stöðuorka er í bolla sem vöðvar í handlegg halda á lofti … Núningur handa. Varmi frá ofni … Allt sem við borðum. Bensín … Sýnilegt ljós Útvarpsbylgjur Raflínur ... Kjarnorkuver. Þegar kjarni klofnar losnar mikil orka úr læðingi …

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=