Eðlisfræði 1, 2 og 3 - Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar – Eðlisfræði 3 7 1. Kjarneðlisfræði 1.4 Kjarnorka Kjarnorka er eitt margra orkuforma. Frumefni getur breyst í annað við geislavirka sundrun. Nýting kjarnorku til orkuöflunar fyrir menn byggir á þessum vísindalegu staðreyndum. Þegar kjarnorka losnar úr læðingi er erfitt að hafa stjórn á henni sökum keðjuverkunar en í kjarnorkuverum eru gerðar miklar öryggisráðstafanir svo orkan fari ekki úr böndunum. Lykilhugtök • kjarnaklofnun • kjarnasamruni • keðjuverkun • rafall • stýristöng • hverfill • hemilefni Verklegt/sýndartilraunir Kaflanum fylgir ekki verkleg æfing. Í staðinn er kjarnorkubingo sem hægt er að spila með nemendum. Kjarnorkubingó Leiðbeiningar: Bingóið er ekki alveg hefðbundið og þarf því að fara vel yfir leiðbeiningar með nemendum áður en þeir hefja leikinn. Fjölfaldið bingóspjöld. Hver nemandi fær eitt spjald. Á spjaldinu eru 16 spurningar sem eiga allar sinn reit á spjaldinu. Útfylling spjalds: Nemendur eiga að ganga um stofuna og spyrja samnemendur sína spurninganna á spjaldinu. Þegar þeir fá svar frá samnemanda skrifa þeir nafn hans í viðeigandi reit á spjaldinu. Sama nafn má ekki koma oftar fyrir en einu sinni og eigið nafn má einnig koma fram aðeins einu sinni. Ef illa gengur er hægt að leita á náðir kennara eða nota aðrar bjargir. Bingó: Reiknað er með að útfyllingin taki um 20 mínútur. Að því loknu hefst bingóið. Þá eru nöfn úr bekknum valin af handahófi (af kennara eða forriti) og nemendur merkja við þann reit sem nafnið stendur í. Þegar nemandi er búinn að merkja við alla nemendur í lóðréttri eða láréttri röð er hann kominn með bingó. Þá þurfa nemendurnir sem eiga nafnið sitt í reitunum að svara spurningunum sem stóðu við reitina. Ef þeir ná ekki að svara, er bingóið endurtekið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=