Eðlisfræði 1, 2 og 3 - Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar – Eðlisfræði 3 5 1. Kjarneðlisfræði Sundrun frumeinda Geislavirkar samsætur losa sig við öreindir til að ná stöðugleika. Í sumum efnum tekur þetta langan tíma og í öðrum gerist það mjög fljótt. Leiðin að stöðugleika er ekki alltaf eins. Það eru margar leiðir sem frumefni getur farið þar sem það sundrast í átt að stöðugleika. Hugtökin sem unnið er með í tilrauninni eru: geislavirkni, helmingunartími Efni Bolli með 100 krónupeningum (eða annað sem hefur tvær hliðar) Handklæði – bréfþurrka Rúðustrikað blað Framkvæmd 1. Settu allar 100 myntirnar í bolla. 2. Hristu innihaldið og hvolfdu því svo á handklæðið. 3. Taktu frá allar myntir með skjaldarmerki, þar sem þær hafa „sundrast“. 4. Settu myntirnar sem eftir eru aftur í bollann, hristu og endurtaktu þar til allt hefur „sundrast“. 5. Gættu þess að færa inn í töfluna öll gögn. 6. Útbúðu graf með niðurstöðunum. 7. Berðu niðurstöður þínar saman við niðurstöður bekkjafélaga þinna. Umræður og spurningar Hvernig er þitt graf í samanburði við gröf bekkjarfélaganna? Hvað á þessi tilraun sameiginlegt með því sem gerist í raunveruleikanum? Hvað er helmingunartími? Fleiri tilraunir og mjög góðar kennsluleiðbeiningar má nálgast hér: http://www.need.org/files/curriculum/guides/ExploringNuclearEnergy.pdf Hristur Sundraðar myntir Eftir eru 0 Engar 100

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=