Eðlisfræði 1, 2 og 3 - Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar – Eðlisfræði 3 4 1. Kjarneðlisfræði Samþættingarhugmyndir: Í fyrsta kafla er talað um vísindabyltinguna sem varð í upphafi 20. aldar. Það efni má gjarnan samþætta með kennslu samfélagsgreina og þá sérstaklega sögu 20. aldar. Stór verkefni um gagnsemi og skaðsemi kjarnorku er hægt að vinna með góðri samþættingu við stærðfræði, íslensku og tungumál. Einnig er gott að rifja upp efnafræðina. Uppbygging frumeinda er grundvallaratriði í kennslu um kjarnorku. Efni kaflans: Kaflanum er skipt í fjóra undirkafla og eru kennsluleiðbeiningarnar skipulagðar með sama hætti. Gott er að nefna að aftast í kaflanum, á bls. 36-37, er samantekt úr kaflanum í punktaformi sem nýtist vel þegar farið er yfir innihald kaflans. 1.1 Vísindabyltingin Lykilhugtök: • rafeind • eindahraðall • frumeind • frumeindakjarni Í kaflanum er sagt stuttlega frá uppgötvunum 20. aldar og vísindamönnunum sem voru ábyrgir fyrir þeim. Hugmynd að verkefni/vangaveltum: Að finna út hvaða konur áttu sinn þátt í uppgötvunumen fengu ekki viðurkenningu fyrir sín störf. Hér má t.d. nefna Lise Meitner sem stundaði rannsóknir sem höfðu mikil áhrif á framþróun kjarneðlis- og geislafræði. Kaflinn er tenging við sögu 20. aldar þar sem helstu uppgötvanir, ss. uppgötvun frumeindarinnar, afeindarinnar, röntgengeislunar og frumeindakjarnans eru til umfjöllunar. Kaflinn er örstuttur og þjónar þeim tilgangi að vísa í hvernig þekking getur valdið straumhvörfum í vísindum og daglegu lífi. 1.2 Innri gerð frumeinda og 1.3 Geislavirk efni Allt efni er gert úr örsmáum einingum sem kallast frumeindir. Frumeindirnar eru á hinn bóginn úr enn smærri eindum, svokölluðum öreindum. Helstar þeirra eru rafeindir, róteindir og nifteindir. Lykilhugtök: • jón • sætistala • massatala • samsæta • alfageislun • betageislun • gammageislun • jónandi geislun • helmingunartími • bakgrunnsgeislun Frumeindir sama efnis eiga sömu sætistölu. Sætistalan segir til um hvað margar róteindir eru í kjarna hennar og eftir sætistölu raðast frumefnin í lotukerfið. Það hafa þó ekki öll frumefni sömu tegundar sömu massatölu. Flest efni eiga sér samsætur, þar sem fjöldi róteinda er sá sami en fjöldi nifteinda er breytilegur og massatalan því ekki sú sama. Hér er tengill á góða kennslustund um innihald frumeinda á ensku. https://www.ck12.org/book/CK-12-Physical-Science-For-Middle-School/section/5.1/ Verklegt/sýndartilraunir Hér eru verklegar æfingar sem hægt er að nota með kennslu kaflanna. Auk þess er kvarði sem hægt er að nota við einkunnagjöf við verklegar æfingar. Hægt er að aðlaga kvarðann að öðrum hópverkefnum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=