Eðlisfræði 1, 2 og 3 - Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar – Eðlisfræði 2 26 4.3 Raforka og afl Lykilhugtök: • kílóvatt • kílóvattstund • lögmálið um afl • of mikið álag • skammhlaup Í kaflanum er fjallað um að raforka sé eitt margra orkuforma. Raforka knýr öll raftæki. Raforka er yfirleitt mæld í kílóvattstundum. Fjallað er um mikilvægi þess að fara sparlega með orkuna því hún kostar peninga og gengur á náttúruna. Sýndartilraunir: Hér eru vísanir í sýndartilraunir sem útskýra hugtökin raforku og afl. Hvernig flytja rafmagnslínur raforku? http://interactives.ck12.org/simulations/physics/power-lines/app/index.html?referrer=ck12Launcher&back- Url =http://interactives.ck12.org/simulations/physics.html Á vef Orkuseturs má sjá gott yfirlit yfir hvernig Íslendingar nota raforku og hvernig hægt er að halda kostnaðinum niðri: http://orkusetur.is/raforka/ Reiknivél Orku náttúrunnar um hversu mikla orku heimili manns notar: https://www.on.is/reiknivel/home Það er tilvalið að nota þennan kafla til kennslu á nýtingu rafmagns. Skoða rafmagnstækin sem maður notar og hvað þau taka mikið rafmagn til sín. Það getur verið hluti af umhverfisfræðslu að skoða rafmagnsnotkun á íslenskum heimilum. Hér er reiknivél sem reiknar út orkunotkun ýmissa raftækja: http://energyusecalculator.com/calculate_electrical_usage.htm 4. Orka og afl

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=