Eðlisfræði 1, 2 og 3 - Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar – Eðlisfræði 2 25 4.2 Aflfræðileg orka og afl Lykilhugtök: • stöðuorka • hreyfiorka • aflfræðileg orka • afl Í kaflanum er sagt frá að aflfræðileg orka sé eitt margra orkuforma. Orku er hægt að breyta í vinnu og er hún mæld í sömu einingu og orka, njútonmetrum (Nm). Annað heiti á sömu einingu er júl (J). Afl er hægt að reikna út með formúlunni: Afl = vinna / tími Afl er sem sagt vinna á tímaeiningu. Verklegt/sýndartilraunir Hér eru hugmyndir að verklegum æfingum sem geta komið að gagni við útskýringar lykilhugtaka kaflans. Einnig eru vísanir í sýndartilraunir sem útskýra á sambærilegan hátt hugtökin. Aflraunir nemenda Efni og áhöld Skeiðklukka málband vog stigi, helst frekar langur Framkvæmd Mælið hversu hár stiginn er í metrum. Nemandi hleypur upp stigann meðan annar tekur tímann. Nauðsynlegt er að nemendur þekki þyngd sína í newtonum en það gera þeir með því að vigta sig, finna massa sinn í kílóum og breyta því svo í newton með því að margfalda massa sinn með 9,8 sem er þyngdarkraftur jarðar. Endurtakið tilraunina með hlaupum og öðrum tilfæringum. Næst mæla nemendur hversu mikið afl þeir notuðu við stigahlaupin. Afl í wöttum: (Þyngd í newtonum x hæð stiganna í metrum) / tíma í sekúndum. Skoðið næst innihaldslýsingar matvöru sem þið neytið oft. Hversu lengi þurfið þið að hlaupa upp stigana til að brenna einni kókflösku til dæmis? Sýndartilraunir Vindmyllur. Hversu miklu afli skila þær? http://interactives.ck12.org/simulations/physics/wind-turbine/app/index.html?referrer=ck12Launcher&back- Url =http://interactives.ck12.org/simulations/physics.html Stutt og einfalt myndband (teiknað) um afl (power): https://www.youtube.com/watch?v=WNTbbF3bivg 4. Orka og afl

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=