Eðlisfræði 1, 2 og 3 - Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar – Eðlisfræði 2 24 4.1 Eðlisfræðileg vinna Lykilhugtök: • einföld vél • gullin regla aflfræðinnar • eðlisfræðileg vinna Í kaflanum er aðaláherslan á að kynna einfaldar vélar og hvernig þær einfalda störf mannanna. Eðlisfræðileg vinna er einnig skoðuð og hvernig eigi að reikna hana út. Hér er myndband semútskýrir vel eðlisfræðilega vinnu. http://www.bbc.co.uk/education/guides/zssk7ty/revision Verklegt/sýndartilraunir Hér eru hugmyndir að verklegum æfingum sem geta komið að gagni við útskýringar lykilhugtaka kaflans. Einnig eru vísanir í sýndartilraunir sem útskýra á sambærilegan hátt hugtökin. Leikið sér með einfaldar vélar Efni og áhöld Skáborð, skæri, skrúfa, nagli o.fl. verkfæri sem við getum flokkað sem einfaldar vélar Framkvæmd Hver hópur fær einfaldar vélar sem hann þarf að skoða og hugsa hvaða kraftar eru að verki. Hvernig breytir þessi vél vinnu? Munum eftir gullnu reglu aflfræðinnar: Það sem vinnst í krafti tapast í vegalengd. Hvernig á þessi regla við hlutina sem verið er að skoða? Það er jafnvel hægt að útbúa sína eigin trissu: https://www.youtube.com/watch?v=rc0cpp3i8GA Sýndartilraunir Skemmtilegur leikur með einfaldar vélar: https://www.brainpop.com/games/simplemachines/ Tvær sýndartilraunir um einfaldar vélar: Getur þú lyft píanói upp á pall á vörubíl? http://interactives.ck12.org/simulations/physics/ramp-and-piano/app/in- dex.html?referrer=ck12Launcher&backUrl =http://interactives.ck12.org/simulations/physics.html Getur maður notað trissur til að lyfta einhverju þyngra en maður sjálfur? http://interactives.ck12.org/simulations/physics/block-and-tackle/app/index.html?referrer=ck12Launcher&back- Url =http://interactives.ck12.org/simulations/physics.html Ýmsar sýndartilraunir um vinnu: http://www.physicsclassroom.com/Physics-Interactives/Work-and-Energy 4. Orka og afl

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=