Eðlisfræði 1, 2 og 3 - Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar – Eðlisfræði 2 21 3.5 Spennubreytar – hvernig vinna þeir? Lykilhugtök • spennubreytir • forvaf • bakvaf Í kaflanum eru spennubreytar útskýrðir. Við þurfum að minnka spennu rafmagns áður en það kemur inn á heimili. Einnig þola ýmis rafmagnstæki ekki fulla heimilisspennu, svo það þarf einnig að minnka spennu áður en rafmagn fer í þau. Í hleðslutækjum símanna okkar er spennubreytir, því hann gengur fyrir mun lægri rafspennu en fæst úr veggtenglunum. Sýndartilraunir Spennubreytar: http://interactives.ck12.org/simulations/physics/ac-transformer/app/index.html?referrer=ck12Launcher&back- Url =http://interactives.ck12.org/simulations/physics.html Hægt er að skoða íslenska raforkukefið. Hér eru nokkrir gagnlegir tenglar til verkefnavinnu um hvernig raforka er nýtt og flutt á Íslandi. Vefur Landsnets um orkuflutninga: http://www.landsnet.is/raforkukerfid/raforkumarkadurinn/fravirkjuntilnotenda/ Vefur Orkustofnunar um raforku á Íslandi: http://www.orkustofnun.is/raforka/ Hvernig fáum við rafmagn á Íslandi? http://www.visindavefur.is/svar.php?id=57599 Síða Orkuseturs sem inniheldur mikið af upplýsingum um orkunotkun Íslendinga, reiknivélar o.fl. : http://orkusetur.is/ Síða Landsvirkjunar inniheldur einnig mikið af upplýsingum um virkjanir o.fl. Einnig er þar að finna góð og gagnleg myndbönd um helstu leiðir Íslendinga til að nýta náttúruöflin (vatn, jarðvarma og vind) til raforkuvirkjana. http://www.landsvirkjun.is/ 3. Rafmagn og segulmagn

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=