Eðlisfræði 1, 2 og 3 - Kennsluleiðbeiningar
Kennsluleiðbeiningar – Eðlisfræði 2 20 Að búa til einfaldan rafmótor Það eru til margar leiðir til að búa til einfaldan rafmótor. Hér er einföld útfærsla ásamt tenglum á fleiri útfærslur Efni og áhöld Stór rafhlaða koparvír (eða annar leiðandi vír) tvær nálar lítill segull leir til að festa rafhlöðu Framkvæmd Fyrst þarf að vefja koparvírnum um hringlaga hlut. Má notast við rafhlöðuna. Þegar komnir eru nokkrir hringir er vafningurinn festur með því að vefja vírnum þétt að vafningnum, sitt hvoru megin. Það þarf að skilja eftir u.þ.b. 5 cm af vír hvoru megin. Að því loknu skal skafa einangrunina af endum víranna með hníf. Gæta þarf þess að einangrunin sé skafin sömu megin á báðum endunum. Rafhlaðan er fest við disk/plötu eða borðið með smá leirklessum. Nálarnar eru límdar sín við hvort skaut rafhlöðunnar með nálaroddinn niður. Að því loknu er vafningnum tyllt í gegnum nálaraugun. Það þarf aðeins að ýta við honum til að koma honum af stað en svo á hann að halda sjálfur áfram. Myndbönd með leiðbeiningum: https://www.youtube.com/watch?v=ziWUmIUcR2k https://www.education.com/science-fair/article/no-frills-motor/ http://www.fizzicseducation.com.au/Free+experiments/electricity/simple+motor.html Hvernig rafall á reiðhjóli virkar (reiðhjóladýnamór): http://www.bbc.co.uk/schools/gcsebitesize/science/edexcel_pre_2011/electricityintheory/producingelectricityrev3. shtml Hvernig rafmótor í lyftara virkar (stærri rafmótorar): http://interactives.ck12.org/simulations/physics/electric-mo- tor/app/index.html?referrer=ck12Launcher&backUrl =http://interactives.ck12.org/simulations/physics.html Sýndartilraun – Rafall: https://phet.colorado.edu/en/simulation/legacy/generator 3. Rafmagn og segulmagn
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=