Eðlisfræði 1, 2 og 3 - Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar – Eðlisfræði 2 18 Framkvæmd Það er mikilvægt að átta sig á því hvernig seglar virka. Flest börn hafa komið við segla og vita hvernig þeir hegða sér en það er ekki hægt að ganga út frá því að þau hafi gert það. Þess vegna má alveg sjá af nokkrum mínútum í að leyfa nemendum að leika sér með segla, sjá hvaða hlutir dragast hver að öðrum og hvernig sömu skaut ýta hvort öðru frá sér. Þetta getur líka styrkt hugtakaskilning og æft hugtök eins og aðdráttar- og fráhrindikraftur. Til að kanna hegðun segla má beina þeim að allskyns efnum. Sum efni dragast að seglinum, önnur ekki. Hvað stjórnar því? Járnsvarfi er hægt að dreifa yfir pappírsblað sem haldið er yfir seglinum, til að sjá vel segulsvið hans. Það ætti að leggjast í segullínurnar og mynda mynstur kringum segulinn. Hvað þýðir þetta mynstur? Heimagerður áttaviti Efni og áhöld: Korktappi nál svartur tússpenni skál fyllt með vatni segull (má vera ísskápasegull) Framkvæmd Takið nálina og málið annan helming hennar svartan, þ.e. frá nálarauga og niður að miðju nálarinnar. Strjúkið svo ómálaða hlutanum niður eftir segli. Strjúkið aðeins í eina átt. Þetta er sýnt vel í þessu myndbandi ( https://www.youtube.com/watch?v=VIKkZcTkhuw ) Nú ætti annar hluti nálarinnar að benda í norður og hinn í suður. Kennari getur verið búinn að skera í sundur korktappa, þannig að hann myndi þunnar skífur. Skálin er fyllt af vatni. Svo má annaðhvort stinga nálinni í gegnum korktappann eða setja korktappann beint í skálina og leggja svo nálina á. Nálin mun snúa í norður – suður. Prófið bara að setja áttavita við. Hér er hlekkur á leiðbeiningar með myndum frá wikihow: http://www.wikihow.com/Make-a-Compass Sýndartilraunir: Sýndartilraun um áttavita og segulmagn: https://phet.colorado.edu/en/simulation/legacy/magnet-and-compass ‘ Sýndartilraun: Seglar og rafseglar: https://phet.colorado.edu/en/simulation/legacy/magnets-and-electromagnets ‘ Segulsvið jarðar: http://interactives.ck12.org/simulations/physics/field-lines/app/index.html?referrer=ck12Launcher&back- Url =http://interactives.ck12.org/simulations/physics.html Myndband: Hvernig virkar harður diskur? Hvernig notar hann segulmagn? https://ed.ted.com/lessons/how-do-hard-drives-work-kanawat-senanan 3. Rafmagn og segulmagn

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=