Eðlisfræði 1, 2 og 3 - Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar – Eðlisfræði 2 17 3.1 Spenna, straumur og viðnám Lykilhugtök: • spenna • straumur • viðnám • volt • amper • óm • lögmál Ohms Í kaflanum eru hugtökin spenna, straumur og viðnám útskýrð og útskýrt hvernig hægt er að reikna þau út með lögmáli Ohms. Gott gagnvirkt myndband sem rifjar upp spennu og straum með krossaprófi í lokin: http://www.bbc.co.uk/bitesize/ks3/science/energy_electricity_forces/electric_current_voltage/activity/ Þríhyrningur Ohms, virkar eins og prósentuþríhyrningurinn, maður heldur yfir tákn þess sem maður er að reikna út og notar táknin sem maður sér til að vita hvort eigi að deila eða margfalda. I = straumur = amper V = spenna = volt R = viðnám = óm Verklegt/sýndartilraunir Þar sem kaflinn snýst um útreikninga á lögmáli Ohms eru engar verklegar tilraunir. Á þessarri síðu: http://www.ohmslawcalculator.com/ohms-law-calculator má reikna út lögmál Ohms. Hér er hreyfimyndaskýring á viðnámi: http://www.bbc.co.uk/schools/gcsebitesize/science/edexcel_pre_2011/electricityintheory/voltagecurrentresistance- rev3.shtml Lögmál Ohms útskýrt með sýndartilraun: https://phet.colorado.edu/en/simulation/ohms-law Hér er sýndartilraun um leiðni: https://phet.colorado.edu/en/simulation/legacy/conductivity 3.2 Segulmagn Lykilhugtök • segulmagn • norður- og suðurskaut • áttaviti • misvísun (segulskekkja) • segulhrif • segullína • norður- og suðurljós Í kaflanum er segulmagn skoðað. Jörðin er segull því í kjarna hennar, sem er m.a. úr járni, myndast rafstraumar. Segla er hægt að nota til að finna áttir. Seglar hafa segulsvið, sem þýðir að segulmagnið er mest næst pólum segulsins (norður og suður). Norðurljós sjáum við vegna þess að jörðin er segull. Verklegt/sýndartilraunir Hér koma verklegar æfingar ásamt sýndartilraunum um sambærilegt efni sem útskýra betur segulmagn. Að leika sér með segla Efni og áhöld Seglar Málmar og önnur efni til að kanna segulmagn (naglar, tré, áltappar o.fl. ) Járnsvarf 3. Rafmagn og segulmagn

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=