Eðlisfræði 1, 2 og 3 - Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar – Eðlisfræði 2 16 Kennsluleiðbeiningar Eðlisfræði 2 ÞRIÐJI KAFLI: RAFMAGN OG SEGULMAGN Rafmagn og segulmagn eru tengd órjúfanlegum böndum. Til þess að nýta rafmagn þarf segulmagn. Rafmótorar sem eru í öllum rafmagnstækjum byggja á samspili rafmagns og segulmagns. Til að skilja þetta samband þarf fyrst að skoða nokkur grundvallarhugtök rafmagnsfræða eins og spennu, straum og viðnám. Á vendikennsla.is er stutt myndband um vensl spennu straums og viðnáms sem gott er að kíkja á í upphafi umfjöllunar um rafmagn og segulmagn: http://vendikennsla.is/library/orka/Rafmagn- 20straumur2C20spenna20og20vinam.mp4 Nálgun: Rafmagn og segulmagn eru skyld fyrirbæri og því er gott að fjalla um þau samtímis. Á íslensku má benda á síðuna vendikennsla.is . Þar eru margs konar stutt myndbönd tengd kröftum. Það eru einnig góð og vel útfærð verkefni á vef NaNo http://nano.natturutorg.is/ Athugið að svör við verkefnum kaflans eru í sérhefti. Verkefni/verklegt: Kennsla um rafmagn og segulmagn býður upp á marga möguleika í verklegri kennslu. Seglar ættu að vera til í öllum skólum og gaman er að leika sér með þá. Leik með segla má svo færa á annað plan ef til er svolítið af koparvír. Þá er hægt að sýna fram á undirstöðuvirkni rafmótora. Æskilegur grunnbúnaður fyrir verklega kennslu um rafmagn og segulmagn: Seglar af öllum stærðum og gerðum, koparvír, rafhlöður, perur og naglar Samþættingarhugmyndir: Kennslu um rafmagn og segulmagn má vel samþætta kennslu í nýsköpun og tækni. Einnig mætti samþætta með samfélagsfræði og ræða hlutverk þróunar rafmagns í tæknibyltingunni og sögu mannkyns á 19. og 20. öld. Efni kaflans: Kaflanum er skipt í 5 undirkafla og eru kennsluleiðbeiningarnar skipulagðar með sama hætti. Í upphafi skal endinn skoða. Aftast, á bls. 86–87, er samantekt úr kaflanum sem nýtist vel þegar farið er yfir hvað kaflinn inniheldur. Samantektin er sett upp í punktaformi og er þarfleg bæði kennurum og nemendum. Aftan við samantektina á bls. 88–89 er opna sem nefnist Lokahnykkurinn og inniheldur spurningar sem dýpka skilning nemenda á efni kaflans í heild. 3. Rafmagn og segulmagn

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=