Eðlisfræði 1, 2 og 3 - Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar – Eðlisfræði 2 13 Sýndartilraunir um hegðun þrýstings í vökva: Buyoancy er flotkraftur eða lyftikraftur https://phet.colorado.edu/en/simulation/legacy/fluid-pressure-and-flow https://phet.colorado.edu/en/simulation/under-pressure https://phet.colorado.edu/en/simulation/legacy/under-pressure http://interactives.ck12.org/simulations/physics/scuba-training/app/index.html?referrer=ck12Launcher&back- Url =http://interactives.ck12.org/simulations/physics.html Vökvalyfta https://www.edumedia-sciences.com/en/media/442-hydraulic-lift 2.3 Þrýstingur í lofttegundum Í kaflanum er fjallað um loftþrýsting, hvernig hann er mældur, hvernig flugvélar haldast á lofti og hugtökin yfir- og undirþrýstingur útskýrð. Lykilhugtök • loftþrýstingur • lofttæmi • loftvogfjálst • hektópaskal • yfirþrýstingur • undirþrýstingur Verklegt/sýndartilraunir Hér koma verklegar æfingar ásamt sýndartilraunum um sambærilegt efni sem útskýra þrýsting í lofttegundum. Töfrabragð með vatnsglös – eða hvað? Efni og áhöld Vatnsglös þykkt pappaspjald Framkvæmd Vökvi settur í glös, pappaspjald sett yfir og svo er þeim hvolft. Ef varlega er farið, þá helst spjaldið fast á sínum stað og ekkert sullast. Þetta gerist vegna þess að loftþrýstingurinn inni í glasinu er orðinn meiri en þrýstingurinn utan við glasið. Blásið á blað Efni og áhöld A4 blöð Framkvæmd Þessi tilraun sýnir á mjög einfaldan hátt hvernig loftþrýstingur nýtist til að halda flugvélum á lofti. Lögmál Bernoulli segir að eftir því sem loft ferðast hraðar, þá minnkar loftþrýstingur. Þetta er hægt að sannreyna með því að halda blaði með báðum höndum fyrir framan andlitið og blása ofan á það. 2. Þrýstingur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=