Eðlisfræði 1, 2 og 3 - Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar – Eðlisfræði 2 11 2.1 Þrýstingur á föst efni Lykilhugtök: • kraftur • þrýstingur • paskal • hektópaskal Í kaflanum er útskýrt hvað þrýstingur er og hvernig hann tengist krafti og flatarmáli ásamt því hvernig þrýstingur verkar á föst efni. Við notum lögmál þrýstings í föstum efnum til þess að negla nagla og til að sneiða hluti í sundur. Það er vegna þess að þrýstingur eykst ef yfirborðið er minna en krafturinn sá sami. Af hverju ætli fólk sem á fallegt parket vilji ekki fá konur á pinnahælum inn á gólf til sín? Verklegt/sýndartilraunir Hér koma verklegar æfingar, ásamt sýndartilraunum um sambærilegt efni, sem útskýra þrýsting á föstu efni. Þrýsting fastra efna er hægt að reikna eftir formúlunni þrýstingur = kraftur/flatarmál. Það gefur því augaleið að eftir því sem flatarmálið eykst minnkar þrýstingurinn. Það er örugglega hræðilega vont að setjast á nagla. En er hægt að sitja á stól sem er þakinn nöglum? Já, það hafa kannski einhverjir prófað að setjast á slíkan stól í húsdýragarðinum. En af hverju er það hægt án þess að vera með blæðandi afturenda? Jú, vegna þess að yfirborð margra nagla er að sjálfsögðu miklu meira en yfirborð eins nagla, svo krafturinn dreifist á stærra flatarmál. Spýtan og naglinn Efni og áhöld hamar nagli flöt spýta Framkvæmd Hver hópur fær spýtu og byrjar á því að slá hana með flötum lófa. Kemur far? Nei, líklega ekki. Því næst er hægt að lemja spýtuna með hamri. Kemur far? Já líklega. Næst er hægt að reka nagla í spýtuna. Naglinn fer í gegn. Hver er munurinn á þessum þremur aðgerðum? Yfirborðsflatarmál hlutanna sem snerta spýtuna eru hér lykilatriði. Það má reyna að mæla yfirborðsflatarmál lófans, hamarsendans og naglans og setja inn í formúluna. Þrýstingur = kraftur/flatarmál Með því er hægt að sjá með skýrum hætti hversu miklu meiri þrýstingurinn er frá naglaenda en frá flötum lófa. Til skemmtunar: Háhælaðir skór og eðlisfræðin bak við þá: https://www.youtube.com/watch?v=VIIo0SlagD8 2. Þrýstingur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=