Eðlisfræði 1, 2 og 3 - Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar – Eðlisfræði 2 10 2. Þrýstingur Kennsluleiðbeiningar - Eðlisfræði 2 ANNAR KAFLI: ÞRÝSTINGUR Hvort sem við gerum okkur grein fyrir því eða ekki lifum við og hrærumst í straumefnum. Við lifum í straumefni (andrúmsloftið), við böðum okkur í straumefnum og að auki er líkami okkar að meginstefnu til straumefni. Straumefni skapa straummótstöðu og þrýsting. Þrýstingur í straumefnum virkar í allar áttir: niður, upp og til hliðar og mörg lögmál eðlisfræðinnar byggja á hegðun þrýstings í straumefnum. Nálgun: Til að skilja þrýsting verður maður að skilja hugtakið straumefni. Það er því viðeigandi að rifja upp efni og hami þess, fastan, fljótandi og gas. Það er til dæmis hægt að gera með þessari sýndartilraun: https://phet.colorado.edu/en/simulation/states-of-matter Í framhaldi af því má útskýra að það sé þekking á þrýstingi sem hafi gert okkur kleyft að smíða flugvélar, klífa hæstu fjöll Jarðar og kafa niður í hafdjúpin. Á íslensku má benda á síðuna vendikennsla.is . Þar eru margs konar stutt myndbönd tengd þrýstingi. Einnig má biðja nemendur að lesa kaflann og útbúa krossglímu með lykilhugtaki/tökum kaflans. Krossglíma er þegar lykilhugtak er skrifað lóðrétt á blaðsíðu og stafir orðsins síðan notaðir til að glósa lykilhugtökin lárétt. Það eru einnig góð og vel útfærð verkefni á vef NaNo http://nano.natturutorg.is/ Athugið að svör við verkefnum kaflans eru í sérhefti. Verkefni/verklegt: Kennsla um þrýsting býður upp á marga möguleika í verklegri kennslu. Ef engin aðstaða er fyrir hendi eru tenglar á sýndartilraunir sem sýna hvernig hlutirnir virka. Sýndartilraun getur reynst mjög vel við að útskýra en kemur aldrei alveg í stað verklegra æfinga. Æskilegur grunnbúnaður fyrir verklega kennslu um þrýsting er frekar einfaldur, í rauninni duga gosflaska, slanga eða rör og glös fyrir einfaldar tilraunir. Á youtube má finna aragrúa tilrauna um alla skapaða hluti en hér er myndband sem sýnir 10 einfaldar tilraunir um þrýsting https://www.youtube.com/watch?v=YcrbtDQGk3s Samþættingarhugmyndir: Kennslu um þrýsting má vel samþætta kennslu í stærðfræði, þar sem hægt er að reikna út loftþrýsting og hversu mikill loftþrýstingur ýti ofan á kollinn á okkur. Einnig er hægt að reikna út þrýstinginn á líkamann í sundi og fleira. Efni kaflans: Kaflanum er skipt í þrjá undirkafla og eru kennsluleiðbeiningarnar skipulagðar með sama hætti. Í upphafi skal endinn skoða. Aftast í kaflanum á bls. 55 er samantekt úr kaflanum sem nýtist vel þegar farið er yfir hvað kaflinn inniheldur. Samantektin er sett upp í punktaformi og nýtist vel bæði kennurum og nemendum. Aftan við samantektina á bls. 56–57 er opna sem nefnist lokahnykkurinn og inniheldur spurningar sem dýpka skilning nemenda á efni kaflans í heild.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=