Eðlisfræði 1, 2 og 3 - Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar – Eðlisfræði 2 8 1. Kraftur og hreyfing Sveiflaðu mér Efni og áhöld Bandspotti (um 50 cm) korktappi (eða eitthvað annað létt, sem auðvelt er að binda bandið utan um. Framkvæmd Það þarf að binda bandið þéttingsfast utan um korktappann. Síðan er bandspottinn bundinn við fingur og loks er hendinni lyft upp yfir höfuð og tappanum sveiflað í hringi. Leyfið bandinu að vefjast utan um fingurinn og fylgist með hraðaaukningunni á meðan. Næst skuluð þið ekki binda bandið utan um fingurinn, sveifla sem fyrr en á einhverjum tímapunkti sleppa takinu (gætið þess að enginn verði fyrir tappanum). Hvað gerist? Spurningin er kannski hvort krafturinn togar eða ýtir á bandið. Svarið er auðvitað að band getur aldrei ýtt á neitt, það togar í tappann og heldur honum á sínum stað. Um leið og bandinu sem heldur tappanum er sleppt, þeytist tappinn í burtu. Myndband: Hvernig öryggisbúnaður bíls verndar þig gegn tregðu. https://www.youtube.com/watch?v=wV2UTkkQ0Fg

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=