Eðlisfræði 1, 2 og 3 - Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar – Eðlisfræði 1 5 Inngangur Til eflingar munnlegrar tjáningar í náttúrugreinum er hægt að beita eftirfarandi aðferðum: • Framsaga . Nemendur á þessum aldri eru fróðleiksfúsir um umhverfi sitt og það sem fram fer í náttúrunni. Láttu nemendurna halda fyrirlestra og kynningar um eitthvert viðfangsefni í náttúrugreinum eða segja frá niðurstöðum úr athugunum og verkefnum. Hvettu þá nemendur sem hlusta til að spyrja spurninga varðandi efnið. • Umræða . Hvettu nemendur til þess að taka þátt í umræðum í bekknum. Nauðsynlegt er að þjálfa nemendur í umræðutækni þar sem skipst er á skoðunum og upplýsingum. Þjálfa þarf nemendur í að greina aðalatriði frá aukaatriðum og að skipuleggja mál sitt áður en þeir tala. Þeir þurfa líka að læra að hlusta, bera virðingu fyrir hugmyndum annarra, kunna að spyrja spurninga og draga saman aðalatriði og átta sig á hvernig má byggja skoðun og heildarmynd á hugmyndum margra – ekki bara sinna eigin. (Grunnþættir menntunar – sjálfbærni). • Leikræn tjáning . Láttu nemendur tjá með leik hugtök úr kaflanum, til dæmis mikilvægar uppgötvanir vísindamanna, eða þau áhrif sem mengun getur haft á borg eða einstakling. Samþætting Í aðalnámskrá grunnskóla er hvatt til samþættingar með þeim orðum að lífið sé ekki greinaskipt. Með samþættingu námsgreina getur skapast svigrúm til að að kafa dýpra í viðfangsefnin, því með samþættingu eykst tímafjöldinn sem hægt er að nota í verkefnin. Auðvelt er að samþætta náttúrugreinar með íslensku. Ritgerðir og kynningar má setja undir hatt íslenskunnar. Tölulegar upplýsingar og útreikningar sem eru notaðir í eðlisfræði er hægt að samþætta stærðfræði og auk þess eru viðfangsefni náttúrugreina oft það tengd innbyrðis að hægt er að kenna þau saman. Til dæmis er tilvalið að sameina kennslu um ljósið kennslu um líffræði augans. Tenging við hæfniviðmið Aðalnámskrár Við val á þessu námsefni voru áherslur og markmið aðalnámskrár höfð að leiðarljósi, meðal annars um grunnþætti menntunar. Efnið hentar vel til að efla vísindalæsi og leggur áherslu á að þekking á eðlisfræði skiptir máli hvað varðar þróun samfélagsins. Námskráin í náttúrugreinum tilgreinir tvo flokka hæfnimiða sem nauðsynlegt er að tengist og fléttist saman. Þetta eru annars vegar hæfniviðmið um verklag og hins vegar hæfniviðmið um viðfangsefni. Í töflunni hér fyrir neðan eru hæfniviðmið náttúrugreina tengd við námsbækurnar í bókaflokknum Litróf náttúrunnnar ásamt kennslubókinni Efnisheimurinn . Geta til aðgerða Eðli 1 Eðli 2 Eðli 3 Lífh. Mann. M og n. Efnish. Geta greint hvernig þættir eins og tæknistig, þekking, kostnaður og grunnkerfi samfélagsins hafa áhrif á hvaða lausn viðfangsefna er valin hverju sinni, Mjög vel (1.k) Vel Vel Ekki Ekki Ekki Ekki geta greint stöðu mála í eigin umh- verfi og aðdraganda þess, í framhaldi skipulagt þátttöku í aðgerðum sem fela í sér úrbætur, Ekki Ekki Vel (2.k) Ekki Vel (4+5.k) Mjög vel (3.k) Ekki geta tekið þátt í og útskýrt reyn- slu sína og niðurstöðu af þátttöku í aðgerðum sem varða náttúru og samfélag, Ekki Ekki Vel (2.k) Vel (6.k) Ekki Mjög vel (3.k) Ekki geta tekið rökstudda afstöðu til málefna og komið með tillögur um hvernig megi bregðast við brey- tingum en um leið tekið mið af því að í framtíðinni er margt óvisst og flókið. Vel (1.k) Ekki Vel (2.k) Vel (6.k) Ekki Mjög vel (2+3.k) Ekki

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=