Eðlisfræði 1, 2 og 3 - Kennsluleiðbeiningar
Kennsluleiðbeiningar – Eðlisfræði 2 7 1. Kraftur og hreyfing Hvað gerist? Blaðið svífur óreglulega niður en bakkinn fellur með stöðugri hætti. Ef bakkinn snýr „rétt“ er ekki aðeins minna yfirborð, heldur en hann einnig straumlínulagaðri. Loftmótstaða eykst með auknum hraða. Að lokum kemst á jafnvægi milli hlutarins sem fellur og loftmótstöðunnar og hluturinn nær lokahraða . Lokahraða er náð þegar loftmótstaða og þyngdarkraftur fallandi hlutarins ná jafnvægi. Þyngri hlutir falla lengur áður en lokahraða er náð. Sýndartilraunir: Hér er sýndartilraun þar sem skotið er úr fallbyssu og fylgst með hreyfingu kúlunnar. https://phet.colorado.edu/sims/projectile-motion/projectile-motion_en.html Hvernig virka gervihnettir? Myndband: https://www.youtube.com/watch?v=J4gGalZV8TM Góð fræðslusíða um gervihnettti: http://www.explainthatstuff.com/satellites.html Sýndartilraun: Af hverju helst gervihnöttur á braut sinni? http://interactives.ck12.org/simulations/physics/newtons-cannon/app/index.html?referrer=ck12Launcher&back- Url =http://interactives.ck12.org/simulations/physics.html 1.4 Tregða og tækni Í kaflanum eru hugtökin tregða og miðsóknarkraftur kynnt til sögunnar. Lykilhugtök • tregða • hringhreyfing • miðsóknarkraftur • miðflóttakraftur Verklegt/sýndartilraunir Hér koma verklegar æfingar ásamt sýndartilraunum um sambærilegt efni sem útskýra tregðu og miðsóknarkraft. Eggjatregða Efni og áhöld glas með vatni lítill léttur diskur klósettrúllupappi egg Framkvæmd Glasinu, disknum, klósettrúllupappanum og egginu er stillt upp eins og á myndinni. Síðan er slegið í diskinn og eggið á að falla í glasið. Þetta gerist vegna tregðu. Hlutur sem er kyrr leitast við að vera kyrr. Þegar eggið missir undirstöðuna sína fellur það beint ofan í glasið. Það er aðeins þyngdarkrafturinn sem fær það til að hreyfast.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=