Eðlisfræði 1, 2 og 3 - Kennsluleiðbeiningar
Kennsluleiðbeiningar – Eðlisfræði 2 6 1. Kraftur og hreyfing Myndband frá mythbusters, þar sem þeir reyna margt til að ná símaskrám í sundur http://www.discovery.com/tv-shows/mythbusters/videos/phone-book-friction/ Sýndartilraunir: Kynning á kröftum þar sem notast er við reiptog og fleira skemmtilegt. https://phet.colorado.edu/en/simulation/forces-and-motion-basics Kynning á viðnámi https://phet.colorado.edu/en/simulation/friction Massamiðja hjá línudansara http://interactives.ck12.org/simulations/physics/walk-the-tightrope/app/index.html?referrer=ck12Launcher&back- Url =http://interactives.ck12.org/simulations/physics.html Kraftur og hreyfing https://phet.colorado.edu/en/simulation/legacy/forces-and-motion 1.3 Frjálst fall og brautir gervihnatta Í kaflanum er fjallað um frjálst fall hluta og gervihnetti. Lykilhugtök • loftmótstaða • lofttæmi • fjálst fall • kasthreyfing • gervitungl Verklegt/sýndartilraunir Hér koma verklegar æfingar ásamt sýndartilraunum um sambærilegt efni sem útskýra frjálst fall. Frjálst fall Efni og áhöld borðtennisbolti A4 blöð Einföld heimagerð fallhlíf (úr efni og bandspotta) um að gera að leika af fingrum fram. Framkvæmd Látið A4 blað detta í gólfið. Horfið á hvernig það svífur til jarðar. Brjótið blaðið saman í bakka og sjáið hvernig það dettur í gólfið. Prófið að snúa því á alla kanta. Af hverju fer blaðið með svona mismunandi hætti í gólfið? Hvaða kraftar eru að verki? Prófið einnig að sleppa borðtennisboltanum í gólfið. Hvernig fellur hann? Prófið því næst að setja fallhlíf á hann. Hvað breytist?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=