Eðlisfræði 1, 2 og 3 - Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar – Eðlisfræði 2 5 1. Kraftur og hreyfing 1.2 Kraftar breyta hreyfingu Í kaflanum er farið í undirstöðuatriði krafta, samspil krafta og hreyfingar og hinir ýmsu kraftar kynntir til sögunnar. Lykilhugtök: • þyngdarkraftur • mótkraftur • núningur • massamiðja • grunnflötur Verklegt/sýndartilraunir Hér koma verklegar æfingar ásamt sýndartilraunum um sambærilegt efni sem útskýra betur krafta. Teygt og togað Efni og áhöld: Teygjur Blýantar Framkvæmd Setjið teygju utan um blýant og togið með öðrum blýanti. Setjið svo aðra teygju á blýantinn og prófið aftur að toga. Það ætti að vera helmingi erfiðara að toga í blýantinn. Af hverju? Hver teygja býr yfir ákveðnum krafti sem við þurfum að yfirvinna til að teygja á henni. Ef við fjölgum teygjunum eykst því krafturinn sem við þurfum að nota til að teygja á þeim. Núningur – sterkur kraftur Efni og áhöld Tvær símaskrár eða aðrar mjög þykkar bækur. Framkvæmd Áður en hafist er handa er gott að prófa að setja bara nokkrar blaðsíður saman og prófa sjálfur að taka bækurnar í sundur Næst eru bækurnar „fléttaðar“ saman. Bækurnar eru opnaðar og blaðsíðurnar í hvorri bók fyrir sig látnar falla saman eins og sést á myndinni. Gott er að reyna að láta blaðsíðurnar fara svolítið innarlega. Ekki er nauðsynlegt að láta hverja einustu blaðsíðu snerta blaðsíðu hinnar bókarinnar, það er nóg að láta nokkrar blaðsíður á milli. Næst á dagskrá er að toga bækurnar í sundur. Það mun reynast ómögulegt. Núningskrafturinn milli blaðsíðnanna er það sterkur að hann verður ekki hægt að yfirvinna. Hægt er að gera tilraunir með hvað þarf að gera þetta nákvæmlega til að núningurinn haldi bókunum saman. Hver er lágmarksfjöldi blaðsíðna til að halda bókunum saman?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=