Eðlisfræði 1, 2 og 3 - Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar – Eðlisfræði 2 4 1. Kraftur og hreyfing Samþættingarhugmyndir: Kennslu um krafta má vel samþætta kennslu í nýsköpun og tækni. Stærðfræði hentar mjög vel til samþættingar kennslu um krafta. Einnig mætti samþætta með íþróttum, þar sem lögmál um hreyfingu er vel hægt að útskýra og útfæra með allri íþróttaiðkun. Efni kaflans: Kaflanum er skipt í 4 undirkafla og eru kennsluleiðbeiningarnar skipulagðar með sama hætti. Í upphafi skal endinn skoða. Aftast í kaflanum á bls. 32–33 er samantekt úr kaflanum sem nýtist vel þegar farið er yfir hvað kaflinn inniheldur. Samantektin er sett upp í punktaformi og nýtist vel bæði kennurum og nemendum. Aftan við samantektina á bls. 34–35 er opna sem nefnist lokahnykkurinn og inniheldur spurningar sem dýpka skilning nemenda á efni kaflans í heild. 1.1 Hreyfing Lykilhugtök: • jöfn hreyfing • hraðaaukning • hraðaminnkun • hröðun • meðalhraði Í kaflanum er útskýrt að kraftar leitast við að breyta hreyfingu, til dæmis hraða hennar eða stefnu. Verklegt/sýndartilraunir Hér koma verklegar æfingar ásamt sýndartilraunum um sambærilegt efni sem útskýra hreyfingu. Mæling á meðalhraða Efni: Skeiðklukka (er í flestum símum), langt málband. Mælið ákveðna vegalengd (fer eftir aðstæðum hvað löng en helst ekki styttri en 20–30m ). Látið nemendur fara vegalengdina með alls kyns útfærslum, best er að leyfa þeim að ráða (ganga, hlaupa, valhoppa, skríða, o.fl. ). Skipið tímavörð og takið tímann. Reiknið út meðalhraða allra ferðanna með formúlunni vegalengd/tími. Með þessari tilraun er tilvalið að ræða muninn á jöfnum hraða, ójöfnum hraða og meðalhraða. Hugmyndir að fleiri tilraunum um hraða og hraðamælingar má finna hér: http://practicalphysics.org/time-distance-and-speed.html Sýndartilraun um hraðaukningu og hraðaminnkun: Hreyfið manninn fram og aftur með músinni. Einnig er hægt að stilla hraða og stöðu og láta forritið færa karlinn. https://phet.colorado.edu/en/simulation/legacy/moving-man Skemmtileg sýndartilraun þar sem reikna þarf meðalhraða http://www.ck12.org/physics/Average-Velocity/simulation/ Dungeon-Simulation/?referrer=ck12Launcher&backUrl=http %3A/ /interactives.ck12.org/simulations/physics.html &_ga=1.1 19863368.1196288309.1467105741

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=