Eðlisfræði 1, 2 og 3 - Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar – Eðlisfræði 1 25 4. Ljós 4.4 Ljós og litir Í kaflanum er fjallað um bylgjueiginleika ljóss. Farið er í helstu eiginleika lita svo sem að það sem augað sér grænt gleypir alla liti nema grænan sem endurkastast. Lykilhugtök: • litróf • rafsegulgeislun • ósonlag • skautað ljós • leysigeisli Vídeóglósur úr kaflanum má nálgast hér: https://youtu.be/RsmNCdov8WQ?list=PLEOdx3sN9CBl9JS9nMxraQnLM1EoqZ7Rn Verklegt/sýndartilraunir Hér eru hugmyndir að verklegum æfingum sem geta komið að gagni við útskýringar lykilhugtaka kaflans. Einnig eru vísanir í sýndartilraunir sem útskýra á sambærilegan hátt hugtökin. Litsjá með Pringles-bauk Efni: Tómur Pringles-baukur, geisladiskur með glærum botni, ekki lituðum, sterkt teip, hnífur, álpappír, svartur pappír eða litur. Fyrst þarf að taka efsta lagið af geisladiskinum. Þetta er líklegamest krefjandi verkefnið og krefst þolinmæði. Fyrst þarf að skrapa vel í yfirborðið með beittum hníf, svo þarf að líma teip á það, ýta vel á og fjarlægja svo efsta lagið. Þá á að vera eftir glær hringur. Síðan er diskurinn klipptur í sundur og ¼ hans notaður. Einn geisladiskur dugar því til að búa til fjórar litsjár. Gott er að líma svartan, mattan pappír inn í baukinn, eða spreyja það svart. Það minnkar endurkast ljóss inni í bauknum þegar litsjáin er tilbúin. Ferhyrnt gat er skorið í botninn á dósinni. Hliðarlengd ferningsins má ekki vera meiri en 3 cm. Niðurklipptur geisladiskurinn er síðan límdur yfir gatið og vel teipað í kring. Álpappírinn er klipptur í 10 cm ferning og 2 cm rauf skorin í hann miðjan. Álpappírinn er síðan límdur yfir opið á pringles bauknum. Nú er endanum með raufinni í álpappírnum beint að ljósinu og horft inn um hinn endann. Þá er hægt að greina litfróf mismunandi ljósgjafa. Myndband sem sýnir ferlið: https://www.youtube.com/watch?v=ZJcl392f8ew Annað myndband sem sýnir svipaða græju, nema þar er notaður klósettpappír: http://www.instructables.com/id/DIY-Spectroscope/ Einnig er hægt að nota kassa undan morgunkorni https://www.questacon.edu.au/outreach/programs/science-circus/activities/cd-spectrometer Ýmsar góðar sýndartilraunir sem varða liti og ljós: http://www.physicsclassroom.com/Physics-Interactives/Light-and-Color Eru til litir sem við sjáum ekki? (Rafsegulrófið). http://bit.ly/2bwSJ4r

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=