Eðlisfræði 1, 2 og 3 - Kennsluleiðbeiningar
Kennsluleiðbeiningar – Eðlisfræði 1 24 4. Ljós Hvert stefnir örin? Efni: Hvítt blað, glas og vatn. Teiknið ör á hvíta blaðið. Horfið á örina í gegnum glas úr gleri. Hellið nú vatni í glasið og horfið enn í gegnum glasið. Hvað gerist? Örin snýst við! Þetta gerist vegna þess að ljósið brotnar í vatninu það mikið að örin virðist snúast við. Prófið nú að setja blýant, rör eða eitthvað annað í vatnið og sjáið hvernig það breytist við það að fara í vatnið þar sem ljósið brotnar öðruvísi heldur en í andrúmslofti. Tengill á myndband af tilrauninni https://www.youtube.com/watch?v=o08jgkut7e8 Ljósbrot í vatni og prisma – sýndartilraun https://phet.colorado.edu/en/simulation/bending-light Af hverju glitra demantar? Dæmi um ljósbrot http://bit.ly/2c0ev3v Af hverju brotna ljósgeislar við það að fara í gegnum vatn? http://bit.ly/2cmjzTa 4.3 Sjóntæki Í kaflanum er fjallað um helstu sjóntæki, stækkunargler, myndavélar og augað. Lykilhugtök: • stækkunargler • hlutlinsa • augnlinsa • ljósop • nærsýni • fjarsýni Vídeóglósur úr kaflanum má nálgast hér: https://youtu.be/wuHZOBGmE_0?list=PLEOdx3sN9CBl9JS9nMxraQnLM1EoqZ7Rn&t=200 Þessi kafli byrjar þegar 5:03 eru liðnar af myndbandinu Verklegt/sýndartilraunir Hér eru hugmyndir að verklegum æfingum sem geta komið að gagni við útskýringar lykilhugtaka kaflans. Einnig eru vísanir í sýndartilraunir sem útskýra á sambærilegan hátt hugtökin. Hvernig býr linsa til mynd – sýndartilraun: https://phet.colorado.edu/en/simulation/legacy/geometric-optics Af hverju sjáum við hluti stækka ef við setjum stækkunargler fyrir framan þá? http://bit.ly/2byuPpB Hvernig sér fólk betur með linsum? http://bit.ly/2bMsNHk
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=