Eðlisfræði 1, 2 og 3 - Kennsluleiðbeiningar
Kennsluleiðbeiningar – Eðlisfræði 1 23 4. Ljós Ef vel hefur tekist til áttu nú að geta horft inn í annað gatið og séð fyrir horn. Spegilsjónaukar virka eins, þá horfir maður í botninn á sjónaukanum sem er einn stór spegill sem tekur við ljósi. Það er mjög mikilvægt að speglarnir séu rétt stilltir til að myndir sjáist í slíkum speglum. Nánari leiðbeiningar má finna hér: http://www.exploratorium.edu/science_explorer/periscope.html Sýndartilraun með umfjöllun um hvernig speglasjónaukar virka http://bit.ly/2bMq4xU Hvað þarftu stóran spegil til að sjá allan líkama þinn? - sýndartilraun http://bit.ly/2c9i1dS Síma-heimabíó Efni: Lítill pappakassi, stækkunargler, dúkahnífur og sími (kannski bluetooth hátalari). Setjið stækkunarglerið neðarlega fyrir miðju á einni hlið kassans og merkið fyrir hring. Skerið hringinn út og límið stækkunarglerið fyrir gatið. Komið símanum fyrir inni í kassanum með því að útbúa lítið statív og festa það inn í kassanum (sjá tengil). Stillið af og beinið kassanum að hvítum vegg og njótið. Nánari leiðbeiningar og vídeó má finna á heimasíðu Steve Spangler: http://www.stevespanglerscience.com/lab/experiments/homemade-projector/ 4.2 Ljósbrot Í kaflanum er sagt frá að hraði ljóss í lofttæmi er 300.000 km/s. Það er fjallað um hvernig ljós brotnar í hinum ýmsu efnum. Linsur, svo sem safnlinsur og dreifilinsur eru kynntar til sögunnar og greint frá notagildi þeirra. Lykilhugtök: • ljósbrot • ljósleiðari • safnlinsa • dreifilinsa Vídeóglósur úr kaflanum má nálgast hér: https://youtu.be/wuHZOBGmE_0?list=PLEOdx3sN9CBl9JS9nMxraQnLM1EoqZ7Rn Verklegt/sýndartilraunir Hér eru hugmyndir að verklegum æfingum sem geta komið að gagni við útskýringar lykilhugtaka kaflans. Einnig eru vísanir í sýndartilraunir sem útskýra á sambærilegan hátt hugtökin.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=