Eðlisfræði 1, 2 og 3 - Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar – Eðlisfræði 1 22 4. Ljós Efni kaflans: Á fyrstu opnu kaflans (bls.96–97) er inngangur ásamt punktum um hvað nemandinn eigi að kunna eftir yfirferð hans. Þessa punkta er gott að fara yfir með nemendum í upphafi og við lok yfirferðar kaflans til að sjá hvort markmiðum hafi verið náð. Einnig má benda á samantekt í lok kaflans (bls.128–129) sem inniheldur aðalatriði hans í punktaformi. Þessa samantekt er einnig gott að skoða bæði í upphafi og við lok kennslu kaflans. Kaflanum er skipt í 5 undirkafla og eru kennsluleiðbeiningarnar skipulagðar með sama hætti. Fyrst eru tekin fram lykilhugtök kaflans sem nemendur þurfa að kunna skil á, síðan er hlekkur á vídeóglósur kaflans og að lokum eru hugmyndir að verklegum æfingum og vísanir á sýndartilraunir á netinu 4.1 Útbreiðsla ljóss og endurkast þess Í kaflanum er fjallað um hvernig sýnilegt ljós og endurkast þess er forsenda þess að við sjáum hluti. Einnig er fjallað um mismunandi spegla og notagildi þeirra. Lykilhugtök: • Ljósgjafi • endurkast • innfallshorn • útfallshorn • kúptur spegill • holspegill • brennipunktur • brennivídd Vídeóglósur úr kaflanum má nálgast hér: https://youtu.be/j_TxWCL_N4U?list=PLEOdx3sN9CBl9JS9nMxraQnLM1EoqZ7Rn Verklegt/sýndartilraunir Hér eru hugmyndir að verklegum æfingum sem geta komið að gagni við útskýringar lykilhugtaka kaflans. Einnig eru vísanir í sýndartilraunir sem útskýra á sambærilegan hátt hugtökin. Að sjá fyrir horn Efni: Tvær mjólkurfernur, tveir ferhyrndir speglar (hægt er að fá speglana með því að skera geisladiska, þá fást fjórir speglar úr hverjum geisladiski, sterkt límband, hnífur, blýantur. Takið mjólkurfernurnar og skerið toppana af þeim. Skerið síðan gat á hliðina á fernunni. Skiljið eftir u.þ.b. hálfan sentimetra á allar hliðar frá gatinu. Leggðu svo fernuna á hliðina. Mældu 7 cm frá botni og upp hliðina þar sem ekki er gat og gerðu punkt þar. Teiknaðu svo línu með reglustiku frá botninum hinum megin (þar sem opið er) og að punktinu. Teiknaðu línu og merktu fyrir raufinni eins og sýnt er á myndinni. Raufin þarf að vera hæfilega stór til að spegillinn komist í hana og má ekki vera svo stór að hann skrölti í henni eða fari á hliðina. Settu spegilinn inn þannig að spegilhliðin snúi upp (að opinu og festu lauslega með límbandi). Nú áttu að geta horft inn um opið og séð upp úr fernunni. Ef myndin sem þú sérð í speglinum er bjöguð eða skökk, lagaðu spegilinn þá til og festu aftur þangað til þú sérð beint upp úr fernunni. Endurtaktu síðan leikinn með hina fernuna. Festu nú mjólkurfernurnar saman með því að beygja opið á annarri örlítið inn svo hún komist inn í hina fernuna og svo eru fernurnar festar vel saman með sterku límbandi (teipi). Mjólkurfernurnar eiga að snúa þannig að eitt opið snýr fram meðan hitt opið snýr aftur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=