Eðlisfræði 1, 2 og 3 - Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar – Eðlisfræði 1 19 3. Varmi og veður Eggið sogast inn í flöskuna Efni: Egg, flaska með sæmilega stóru opi, bréfsnifsi og eldfæri. Eggið er harðsoðið og skurnin fjarlægð. Athugið hvort eggið sé ekki örugglega stærra en op flöskunnar. Síðan er kveikt í bréfsnifsinu og það látið detta ofan í flöskuna og eggið sett á stútinn strax í kjölfarið. Nú á eggið að sogast ofan í flöskuna. Nú er eggið alveg fast í flöskunni. Það er hægt að ná því út án þess að kreista það eða hrista. Nú er spennandi að kanna hugmyndaauðgi nemenda. Hvernig getur eggið farið út? Svarið liggur í loftþrýstingnum. Þegar loftið hitnaði í flöskunni fóru sameindirnar þar á fleygiferð. Þegar eggið er sett ofan á flöskuna klárast súrefnið sem eldurinn þarf til að brenna mjög fljótlega og eldurinn slokknar. Loftið fer því að kólna og þar með að hægjast á sameindunum og við það minnkar loftþrýsingurinn inni í flöskunni og þegar orðinn er meiri þrýstingur fyrir utan flöskuna er henni í raun ýtt ofan í flöskuna. Það er svo nóg að blása ofan í flöskuna til að loftþrýstingurinn í henni verði meiri heldur en þrýstingurinn fyrir utan hana og þá spýtist eggið hreinlega aftur út. https://www.youtube.com/watch?v=LyMGEZRq520 Veðurathugunarstöð Efni: Hitamælir, 2 l. plastflaska og reglustika Inni á heimasíðu Veðurstofu Íslands, vedur.is , eru yfir­ gripsmiklar upplýsingar um veður, veðurfar og margt annað. Þar eru líka orðskýringar semútskýra veðurhugtök sem mikilvægt er að hafa í huga fyrir veðurmælingar. Meðan farið er í efni kaflans er tilvalið að útbúa einfalda veðurathugunarstöð og mæla hita, úrkomu og skýjastöðu skýjafar á hverjum degi og útbúa veðurkort fyrir skóla­ lóðina. Einfaldan úrkomumæli má útbúa úr 2 l. gosflösku sem er skorin í tvennt, sandur settur í botninn og reglustika sett inn í hliðina til að lesa hversu mikil úrkoman er. Stúturinn er síðan settur á hvolf ofan í flöskuna til að hindra að aðskotahlutir (laufblöð ofl.) komist í flöskuna. Eftir að úrkoman hefur verið mæld er flaskan tæmd fyrir næsta aflestur. Sýndartilraun sem útskýrir gróðurhúsaáhrif: https://phet.colorado.edu/en/simulation/legacy/greenhouse 3.5 Varmaorka Í kaflanum er örstutt yfirlit um að varmaorka sé ein mynd orkunnar. Vídeóglósur úr kaflanum má nálgast hér: https://youtu.be/lUxrY_Ag-vE?list=PLEOdx3sN9CBl9JS9nMxraQnLM1EoqZ7Rn Þessi kafli byrjar þegar 6:48 eru liðnar af myndbandinu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=