Eðlisfræði 1, 2 og 3 - Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar – Eðlisfræði 1 18 3. Varmi og veður Verklegt/sýndartilraunir Hér eru hugmyndir að verklegum æfingum sem geta komið að gagni við útskýringar lykilhugtaka kaflans. Einnig eru vísanir í sýndartilraunir sem útskýra á sambærilegan hátt hugtökin. Verndun ísmolans Efni: Ísmolar Kennari skiptir nemendum í hópa og fær hver hópur einn ísmola. Markmiðið er að halda ísmolanum heilum eins lengi og hægt er. Sá hópur sem á ísmolann sem stendur lengst vinnur. Til að ganga vel í þessarri keppni er nauðsynlegt að hafa skilning á varmaflutningi og hvernig eigi að koma í veg fyrir að varmi tapist. Hér er myndband af tveimur ísmolum að bráðna. Annar stendur á tréplötu en hinn á málmplötu: https://www.youtube.com/watch?v=QEiMEgKxrkY Sýndartilraun sem sýnir af hverju við brennum okkur á plötunni í ofninum en ekki á loftinu inni í ofninum. Sýnir muninn á hita og varma: http://interactives.ck12.org/simulations/physics/hot-oven/app/index.html?referrer=ck12Launcher&backUrl=http:// interactives.ck12.org/simulations/ Sýndartilraun þar sem orkuflutningur er sýndur með vatni, járni og múrsteini: https://phet.colorado.edu/en/simulation/legacy/energy-forms-and-changes Sýndartilraun sem sýnir hvernig örbylgjur hafa áhrif á hreyfingu vatnssameinda: https://phet.colorado.edu/en/simulation/legacy/microwaves 3.4 Veður og vindar Í kaflanum er fjallað um fyrirbærið veður, að það sé mismunandi vegna þess að land, loft og haf hitna mismikið. Rætt er um hvernig við spáum fyrir um veður, hvað er mælt og nokkur algengustu hugtök veðurfræða kynnt. Auðvelt er að kynna hinar ýmsu veðurathugunarsíður á netinu fyrir nemendum. Þær innihalda gríðarlegt magn upplýsinga. Heimasíða Veðurstofunnar, www.vedur.is inniheldur t.d. yfirlit yfir veður á Íslandi tugi ára aftur í tímann. Hugtakaskilningur er mikilvægur og til að hefja kennslu efnisins er tilvalið að fara út og taka veðrið. Nota orðin sem nemendur kunna og reyna að bæta við fleirum. Lykilhugtök • hæð • lægð • vindátt • jafnþrýstilína • skil • hafgola • þétting Vídeóglósur úr kaflanum má nálgast hér: https://youtu.be/itW7J_1Hpxg?list=PLEOdx3sN9CBl9JS9nMxraQnLM1EoqZ7Rn Verklegt/sýndartilraunir Hér eru hugmyndir að verklegum æfingum sem geta komið að gagni við útskýringar lykilhugtaka kaflans. Einnig eru vísanir í sýndartilraunir sem útskýra á sambærilegan hátt hugtökin.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=