Eðlisfræði 1, 2 og 3 - Kennsluleiðbeiningar
Kennsluleiðbeiningar – Eðlisfræði 1 17 3. Varmi og veður 3.2 Varmi hefur áhrif á eðlismassann Í kaflanum er sagt frá að öll efni þenjast út (en mismikið) þegar þau hitna og hvernig við nýtum okkur þá staðreynd til ýmissa verka. Lykilhugtök • tvímálmur • hitastillir • alkul • fastapunktur Vídeóglósur úr kaflanum má nálgast hér: https://youtu.be/QmLrKg_X5sg?list=PLEOdx3sN9CBl9JS9nMxraQnLM1EoqZ7Rn Verklegt/sýndartilraunir Hér eru hugmyndir að verklegum æfingum sem geta komið að gagni við útskýringar lykilhugtaka kaflans. Einnig eru vísanir í sýndartilraunir sem útskýra á sambærilegan hátt hugtökin. Varminn og blaðran Efni: Blaðra (aðgangur að örbylgjuofni og frysti) Byrjið á því að setja smá vatn í blöðrur (eða einnota hanska) og blása þær svo upp til hálfs. Svo eru einhverjar settar í frysti og látnar bíða þar. Blaðra með vatni er svo sett í örbylgjuofn. Stillið tímann bara á 10 sek. í einu til að byrja með. Með þessu móti getum við séð með eigin augum áhrif varma á hreyfingu sameinda. Springur hanskinn? Efni: Einnota hanski Einnota hanski er blásinn upp og settur yfir loga. Hvað gerist? Jú, hann springur. Næst er sett vatn í hanskann og hann aftur settur yfir loga. Hvað gerist? Hann springur ekki. Hér er gott sýnidæmi um hvernig varmi flyst. Þegar hanskinn er fullur af lofti fer varminn úr loganum beint í hanskann og hann springur mjög fljótlega. Ef hanskinn er fylltur af vatni eru sameindirnar mjög nálægt hver annarri og varminn úr loganum flyst með varmaleiðingu út í vatnið sem hitnar. Þess vegna tekur hanskinn ekki við öllum varmanum úr loganum. Sýndartilraun þar sem sýnt er hvernig hitamælir notar þá eiginleika að vökvi þenst út ef hann hitnar: https://www.fossweb.com/delegate/ssi-wdf-ucm-webContent/Contribution%20Folders/FOSS/multimedia_ ms_1E/ChemicalInteractions/thermometer/thermometer.html 3.3 Varmi flyst á þrjá mismunandi vegu Í kaflanum er sagt frá þremur flutningsleiðum varma. Varmi berst mismunandi vel með mismunandi efnum en getur borist í gegnum tómarúm. Að lokum er sagt frá hvernig menn nota varmaorku með sólarrafhlöðum. Lykilhugtök • varmaleiðni • varmaburður • varmageislun • lofttæmi • sólarrafhlaða Vídeóglósur úr kaflanum má nálgast hér: https://youtu.be/QmLrKg_X5sg?list=PLEOdx3sN9CBl9JS9nMxraQnLM1EoqZ7Rn&t=425 Þessi kafli byrjar þegar 7:05 eru liðnar af myndbandinu.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=