Eðlisfræði 1, 2 og 3 - Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar – Eðlisfræði 1 16 3. Varmi og veður Samþættingarhugmyndir: Innan náttúrugreina samræmist efni kaflans kennslu um frumeindir, sameindir og hreyfingu þeirra ásamt hamskiptum efnis. Þetta efni má finna í 2. kafla í kennslubókinni Efnisheimurinn. Einnig má tengja kaflann kennslu um loftslagsbreytingar sem tengja má flestum greinum. Benda má á þemaheftið CO2 – framtíðin í okkar höndum . Stór samþætt verkefni um loftslagsbreytingar má einnig finna á vef NaNo http://nano.natturutorg.is/ Efni kaflans: Á fyrstu opnu kaflans (bls. 64–65) er inngangur ásamt punktum um hvað nemandinn eigi að kunna eftir yfirferð hans. Þessa punkta er gott að fara yfir með nemendum í upphafi og við lok yfirferðar kaflans til að sjá hvort markmiðum hafi verið náð. Einnig má benda á samantekt í lok kaflans (bls. 92–93) sem inniheldur aðalatriði hans í punktaformi. Þessa samantekt er einnig gott að skoða bæði í upphafi og við lok kennslu kaflans. Kaflanum er skipt í 5 undirkafla og eru kennsluleiðbeiningarnar skipulagðar með sama hætti. Fyrst eru tekin fram lykilhugtök kaflans sem nemendur þurfa að kunna skil á, síðan er hlekkur á vídeóglósur kaflans og að lokum eru hugmyndir að verklegum æfingum og vísanir á sýndartilraunir á netinu. 3.1 Massi, rúmmál og eðlismassi Í kaflanum er munurinn á hugtökunum massi og þyngd útskýrður. Farið er yfir hvað eðlismassi er og að til að finna eðlismassa hluta þurfi að þekkja rúmmál þeirra og massa. Lykilhugtök: • massi • rúmmál • eðlismassi Vídeóglósur úr kaflanum má nálgast hér: https://youtu.be/Ips_t8IixAo?list=PLEOdx3sN9CBl9JS9nMxraQnLM1EoqZ7Rn Verklegt/sýndartilraunir Hér eru hugmyndir að verklegum æfingum sem geta komið að gagni við útskýringar lykilhugtaka kaflans. Einnig eru vísanir í sýndartilraunir sem útskýra á sambærilegan hátt hugtökin. Eðlismassi ýmissa hluta fundinn Efni: Ýmsir hlutir með reglulega og óreglulega lögun. Kubbar, steinar, skrúfur/naglar, reglustika, kvarðað mæliglas, vigt. Til að fá tilfinningu fyrir eðlismassa er best að finna hann sjálfur. Reglulega hluti er hægt að mæla til að finna rúmmál. Rúmmál ferstrendings fæst með því að margfalda saman hæð, lengd og breidd. Ef hluturinn er óreglulegur í lögun þarf að setja hann í kvarðað mæliglas og sjá hversu miklu vatni hann ryður frá sér. Æskilegast er að gefa duglegum nemendum efni og formúlu eðlismassa, sem er massi deilt með rúmmáli. Þau eiga svo sjálf að spreyta sig á því að finna massa og rúmmál. Kennarinn er þeim svo innan handar og svarar spurningum og hjálpar þeim áfram. Duglegir nemendur hafa jafnvel gert þetta áður og eiga alveg að geta fundið leyst þetta sjálfir. Að lokum setja þeir niðurstöður upp í töflu og útbúa jafnvel tilgátu um hvort hluturinn fljóti í vatni. Sýndartilraun þar sem hlutir eru látnir detta í vatn og athugað hvort þeir fljóti https://phet.colorado.edu/sims/density-and-buoyancy/density_en.html

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=