Eðlisfræði 1, 2 og 3 - Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar – Eðlisfræði 1 13 2. Hljóð 2.3 Hljóð til góðs og til ills Í kaflanum er rætt um hvernig hljóð er notað í vísindum og læknisfræði og að hávaðamengun er alvarlegt vandamál í nútímasamfélagi. Lykilhugtök • bergmál • hljóðstyrkur • desibel • eyrnasuð Hér eru vídeóglósur úr kaflanum: https://youtu.be/aHzi2sqCFB4?list=PLEOdx3sN9CBl9JS9nMxraQnLM1EoqZ7Rn Þessi kafli byrjar þegar 2:27 eru liðnar af myndbandinu. Verklegt/sýndartilraunir Hér eru hugmyndir að verklegum æfingum sem geta komið að gagni við útskýringar lykilhugtaka kaflans. Einnig eru vísanir í sýndartilraunir sem útskýra á sambærilegan hátt hugtökin. Hljóðbylgjur víbra Efni: Blaðra Blástu blöðruna hæfilega upp. Fáðu bekkjarfélaga til að standa við hlið þér og leggðu blöðruna að eyra hans. Talaðu síðan í blöðruna og komdu við hana með vörunum. Skiptist síðan á. Svona finna nemendur fyrir hljóðbylgjum sem þeir senda frá sér í blöðruna, því hún titrar. Sá sem talar finnur varirnar titra og sá sem hlustar finnur titringinn í eyrunum. Hljóðstyrksmælir á netinu. Krefst aðeins míkrófóns: https://scratch.mit.edu/projects/55579768/ Það eru einnig til smáforrit sem mæla hljóðstyrk. Þau heita „sound meter“ og eru mörg hver ókeypis.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=