Eðlisfræði 1, 2 og 3 - Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar – Eðlisfræði 1 12 2. Hljóð 2.2 Tónar og tónlist Í kaflanum er útskýrt að tónn sé hljóð með ákveðinni tíðni sem getur haft mismunandi hljóðstyrk. Lykilhugtök • staðaltónn • hár og djúpur tónn • sterkur og veikur tónn • meðsveifla Vídeóglósur úr kaflanum má nálgast hér: https://youtu.be/aHzi2sqCFB4?list=PLEOdx3sN9CBl9JS9nMxraQnLM1EoqZ7Rn Verklegt/sýndartilraunir Hér eru hugmyndir að verklegum æfingum sem geta komið að gagni við útskýringar lykilhugtaka kaflans. Einnig eru vísanir í sýndartilraunir sem útskýra á sambærilegan hátt hugtökin. Rörflautan og tíðni Efni sogrör og skæri Klippið endann á rörinu í spíss eins og á myndinni. Prófið að blása í rörið. Notið nú skærin og klippið smámsaman af hinumendanumog hljóðið í flautunni breytist.Tónninn hækkar. Það er vegna þess að rörið er að styttast og bylgjulengdin að minnka. Tilvalin smátilraun til að hjálpa nemendum að skilja tenginguna milli tíðni og bylgjulengdar. Hér er stutt myndband sem sýnir hvernig þetta er gert: https://www.youtube.com/watch?v=wXjk2jCOhEk Sýndartilraun þar sem panflauta er notuð til að útskýra tíðni: http://interactives.ck12.org/simulations/physics/pan-flute/app/index.html?referrer=ck12Launcher&backUrl=http:// interactives.ck12.org/simulations/ Af hverju hljómar fiðla ólíkt gítar? http://interactives.ck12.org/simulations/physics/violin/app/index.html?referrer=ck12Launcher&backUrl=http:// interactives.ck12.org/simulations/ Vínglös og meðsveifla Efni: Vínglös í nokkrum stærðum, vatn, rör Takið til nokkur vínglös úr gleri. Bleytið fingurinn og strjúkið brún glassins hratt. Tónn á að heyrast. Prófið að setja vökva í glasið og athugið hvort tónninn breytist. Prófið nokkur mismunandi glös til að sjá að hvert glas á sína eigintíðni. Þegar þið hafið fundið glas með tíðni sem þið getið hermt eftir, prófið að setja rör í glasið og varirnar alveg að glasinu og hermið eftir eigintíðni glassins. Ef vel tekst til fer rörið að titra. Myndband af krökkum að láta glös titra með röddinni: https://www.youtube.com/watch?v=G-kTAvSvMqo Og hér er myndband þar sem strákur nær að brjóta glasið: https://www.youtube.com/watch?v=sH7XSX10QkM Á YouTube má nálgast tónlistarefni með hinum ólíklegustu hljóðfærum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=