Eðlisfræði 1, 2 og 3 - Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar – Eðlisfræði 1 11 2. Hljóð Efni kaflans: Á fyrstu opnu kaflans (bls. 40-41) er inngangur ásamt punktum um hvað nemandinn eigi að kunna eftir yfirferð hans. Þessa punkta er gott að fara yfir með nemendum í upphafi og við lok yfirferðar kaflans til að sjá hvort markmiðum hafi verið náð. Einnig má benda á samantekt í lok kaflans (bls. 60) sem inniheldur aðalatriði hans í punktaformi. Þessa samantekt er einnig gott að skoða bæði í upphafi og við lok kennslu kaflans. Kaflanum er skipt í 3 undirkafla og eru kennsluleiðbeiningarnar skipulagðar með sama hætti. Fyrst eru tekin fram lykilhugtök kaflans sem nemendur þurfa að kunna skil á, síðan er hlekkur á vídeóglósur kaflans og að lokum eru hugmyndir að verklegum æfingum og vísanir á sýndartilraunir á netinu 2.1 Hvað er hljóð Í kaflanum er útskýrt hvernig hljóð myndast, hvernig það berst í gegnum mismunandi efni og helstu eiginleikar hljóðbylgna eru kynntir. Lykilhugtök • hljóðbylgja • bylgjulengd • tíðni • úthljóð • innhljóð Vídeóglósur úr kaflanum má nálgast hér: https://youtu.be/C4hZLqW5o7E?list=PLEOdx3sN9CBl9JS9nMxraQnLM1EoqZ7Rn Verklegt/sýndartilraunir Hér eru hugmyndir að verklegum æfingum sem geta komið að gagni við útskýringar lykilhugtaka kaflans. Einnig eru vísanir í sýndartilraunir sem útskýra á sambærilegan hátt hugtökin Herðatréð og hávaðinn „Herðatrjágongið“ Efni: Efnalaugarherðatré og band Taktu herðatréð og band og vefðu bandinu um tvö horn herðatrésins. Vefðu síðan enda bandsins um fingur þér og sláðu herðatrénu við fastan flöt (borð). Settu svo fingurna sem eru vafðir utan um bandið í eyrun og sláðu aftur herðatrénu í borðið. Hvernig heyrist hljóðið núna? Í þessarri tilraun er hægt að sannreyna að hljóð ferðast miklu betur í föstu efni heldur en í lofti og það er oft staðreynd sem nemendur eiga erfitt með að kyngja. Hér er tengill á myndband sem sýnir framkvæmd tilraunarinnar. https://www.youtube.com/watch?v=6dOnWCK40j4 Hversu vel heyrir þú? (hversu gömul eru eyru þín?) https://www.youtube.com/watch?v=VxcbppCX6Rk Hér er spilaður tónn og tíðnin hækkar stöðugt. Mannseyrað getur heyrt hljóð með tíðni að 20.000 Hz en sá hæfileiki minnkar með aldrinum. Hljóð með hærri tíðni en 20.000 Hz eru kölluð úthljóð. Einnig má láta nemendur (og kennara) halda uppi hönd og láta hana síga þegar þeir heyra ekki hljóðið lengur. Þó nokkrar sýndartilraunir um hljóð, gorma, bylgjur og takt í tónlist: http://www.physicsclassroom.com/Physics-Interactives/Waves-and-Sound

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=