Eðlisfræði 1, 2 og 3 - Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar – Eðlisfræði 1 10 2. Hljóð Kennsluleiðbeiningar - Eðlisfræði 1 ANNAR KAFLI: HLJÓÐ Í lífi okkar flestra eru hljóð. Sum hljóð vekja með okkur gleði, önnur óhug. Hljóð veita okkur upplýsingar og vara okkur við hættum. Í kaflanum er lögð áhersla á að útskýra hvernig hljóð myndast og hvernig það berst. Helstu eiginleikar hljóðs eru kynntir til sögunnar og sagt frá hvernig hægt er að mæla hljóð. Hljóð í fáum orðum: Hljóð myndast þegar utanaðkomandi áreiti myndar sveiflur í efni. Gítarstrengur sem er plokkaður tekur að sveiflast. Ef bankað er á málmdós titrar eða sveiflast málmurinn. Þegar blásið er í flautu eða horn tekur loftið að sveiflast. Myndun hljóðs má rekja til efnis eða hluta sem sveiflast. Hljóð berst sem bylgjur gegnum öll algeng efni, föst efni, vökva og lofttegundir. Hljóð eru ýmist lágvær og þýð eða há og allt þar á milli. Hljóðstyrkurinn er háður þeirri orku sem myndaði hljóðið eða sveifluvídd hljóðbylgnanna og er mældur í desibelum. Tónhæðin ræðst hinsvegar af því hversu örar sveiflurnar eru. Tónhæðin ræðst með öðrum orðum af tíðni sveiflnanna og er mæld í Hertsum (Hz). Þéttleiki fastra efna, vökva og lofttegunda er mismunandi og þess vegna berst hljóð mishratt í gegnum efni. Nálgun: Það er klassískt að spyrja spurningarinnar: Hvað er hljóð? Heyra allir hljóð? Hvernig ætli það sé að vera heyrnarlaus? Það má ræða og leiða svo umræðuna inn á hvernig hljóð berst og leiða talið að því að hljóð berst jafnt í allar áttir. Svo má sýna myndband af vatnsdropum að falla í vatn: https://www.youtube.com/watch?v=Yi3LW5riHfc Það eru til vídeóglósur á netinu sem má biðja nemendur að horfa á og glósa sjálfir, einnig má biðja nemendur að lesa kaflann og útbúa krossglímu með lykilhugtaki/hugtökum kaflans. Krossglíma er þegar lykilhugtak er skrifað lóðrétt á blaðsíðu og stafir orðsins síðan notaðir til að glósa lykilhugtökin lárétt. Það eru einnig góð og vel útfærð verkefni á vef NaNo http://nano.natturutorg.is/ Athugið að svör við verkefnum kaflans, ásamt kaflaprófum, eru á læstu svæði kennara á www.mms.is . Verkefni/verklegt: Kennsla um hljóð býður upp á marga möguleika í verklegri kennslu. Það er mikilvægt að leyfa nemendum að prófa sig áfram með gorma, banka í hluti og fleira til að átta sig á hvernig hljóð berst í mismunandi efnum. Ef engin aðstaða er fyrir hendi eru tenglar á sýndartilraunir sem sýna hvernig hlutirnir virka. Sýndartilraun getur reynst mjög vel við að útskýra en kemur aldrei alveg í stað verklegra æfinga. Æskilegur grunnbúnaður fyrir kennslu um hljóð: Gormar (slinky) Glerglös, helst af mörgum stærðum, á fæti Samþættingarhugmyndir: Kennslu um hljóð má endilega sameina líffræðikennslu um eyrað. Að auki er mjög einfalt að tengja kennslu um hljóð allri tónfræði og tónmennt.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=