Eðlisfræði 1, 2 og 3 - Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar – Eðlisfræði 1 7 1. Rafmagn Ávaxtarafhlaða Efni: Sítróna eða appelsína, kopar og zink plötur eða naglar (galvaniseraðir naglar eru zink húðaðir). Koparplötur eða vírar eru víða til. Notið víra með klemmum og spennu og straummæli ef til er. Takið sítrónuna og veltið henni til svo losist um vökvann inni í henni. Stingið naglanum og koparvírnum inní hana. Tengið víra við bæði naglann og vírinn og mælið strauminn. Munið: Rafhleðslan er ekki í sítrónunni, heldur veldur sýran í sítrónunni efnahvarfi í zinkinu og koparnum og jákvætt hlaðnar jónir streyma frá zinkinu að koparnum. https://www.youtube.com/watch?v=GhbuhT1GDpI 1.4 Viðnám gegn rafstraumi Í kaflanum er viðnám í straumrás kynnt til sögunnar og það að ef viðnám eykst þá minnkar straumur og öfugt. Lykilhugtök • Glóþráður • viðnám Vídeóglósur má finna á vefslóðinni https://youtu.be/8XGyVpTw5ik?list=PLEOdx3sN9CBl9JS9nMxraQnLM1EoqZ7Rn Þessi kafli byrjar þegar 4:09 eru liðnar af myndbandinu. Verklegt/sýndartilraunir Hér eru hugmyndir að verklegum æfingum sem geta komið að gagni við útskýringar lykilhugtaka kaflans. Einnig eru vísanir í sýndartilraunir sem útskýra á sambærilegan hátt hugtökin. Fikt með víra II Hér má notast við sömu verklýsingu og úr straumrásakaflanum og bæta við viðnámum. Í þessari sýndartilraun er leikið með rafhlöðu og viðnám https://phet.colorado.edu/en/simulation/legacy/battery-resistor-circuit Rafrása sýndartilraun með viðnámi (besta sýndartilraunin) https://phet.colorado.edu/en/simulation/legacy/circuit-construction-kit-ac

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=