Eðlisfræði 1, 2 og 3 - Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar – Eðlisfræði 1 6 1. Rafmagn Leiðari eða einangrari? Ef hlutur leiðir rafmagn er hann kallaður leiðari. Ef hann gerir það ekki er hann kallaður einangrari. Það er hægt að finna út með einföldum hætti. Tengið rafhlöðu og peru við vír sem er með klemmum. Tengið svo klemmurnar við ýmsa hluti í kringum ykkur. Athugið að búa alltaf fyrst til tilgátu um hvort þið haldið að hluturinn sé leiðari eða einangrari áður en þið tengið hann við rafmagn. Ef hluturinn leiðir rafmagn kviknar á perunni, ef hann gerir það ekki kviknar ekki á perunni. Hlutur Tilgáta (kviknar á perunni?) Leiðari/einangrun 1.3 Straumrásir Í kaflanum er farið nánar í straumrásir. Hvernig hægt er að tákna straumrás með tengimynd og hliðtengja og raðtengja til að ná fram auknum eða minni straumi. Lykilhugtök • Raðtenging • Hliðtenging Tengimynd er táknrænn uppdráttur af rafrás. Helstu tákn eru sýnd á mynd á bls. 22. Einnig eru orðskýringar aftast í kennslubókinni Eðlisfræði 3 Vídeóglósur úr kaflanum má nálgast hér: https://youtu.be/8XGyVpTw5ik?list=PLEOdx3sN9CBl9JS9nMxraQnLM1EoqZ7Rn Verklegt/sýndartilraunir Hér eru hugmyndir að verklegum æfingum sem geta komið að gagni við útskýringar lykilhugtaka kaflans. Einnig eru vísanir í sýndartilraunir sem útskýra á sambærilegan hátt hugtökin. Fikt með víra Til þess að nemendur fái tilfinningu fyrir því hvað rafrás sé er gott að leika sér með víra. Þá eru nemendum afhentir vírar, rafhlöður, perustæði og straummælir og eiga þeir að útbúa eigin rafrás. Þegar þeir fá ljós á peruna eiga þeir að teikna tengimynd af rafrásinni sinni. Einnig er hægt að nota tengimyndir á bls. 26 og 29 og fá nemendur til að útbúa alvöru rafrásir eftir þeim teikningum. Hér er hægt að búa til rafrás (sýndartilraun) http://www.physicsclassroom.com/Physics-Interactives/Electric-Circuits/Circuit-Builder/Circuit-Builder- Interactive

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=