Eðlisfræði 1, 2 og 3 - Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar – Eðlisfræði 1 5 1. Rafmagn Sýndartilraun um stöðurafmagn, þar sem blöðru er nuddað við hár: https://phet.colorado.edu/en/simulation/balloons-and-static-electricity John Travoltage sýnir okkur hvernig hleðslur safnast upp í líkamanum (sýndartilraun): https://phet.colorado.edu/sims/html/john-travoltage/latest/john-travoltage_en.html Gamla góða greiðan og vatnið Efni: Greiða og krani Þessi er gömul, góð og einföld en svínvirkar og sýnir það sem hún á að sýna. Láttu vatnið renna úr kranaum. Renndu greiðunni 10 sinnum í gegnum hárið, best er ef hárið er frekar hreint, lítið af efnum í því og þurrt. Færðu síðan greiðuna rólega að vatnsbununni. Hvað gerist? Hvernig er hleðsla vatnsins? En hleðsla greiðunnar? Það sem gerist er að þegar hlutur er nuddaður safnast rafhleðslur fyrir í honum. Svo þegar hlaðin greiðan er færð að vatninu sem hefur sömu hleðslu færist það frá. Bæði vatnið og greiðan eru mínushlaðin, enda er greiðan búin að safna til sín rafeindum úr hárinu. Einnig má nudda blöðru við ullarklút til að sýna rafhleðslu. Hlutur sem fær til sín rafeindir verður mínushlaðinn. Hlutur sem missir rafeindir verður plúshlaðinn. Fleiri góðar sýndartilraunir um stöðurafmagn http://www.physicsclassroom.com/Physics-Interactives/Static-Electricity Af hverju eru háar byggingar með eldingavara? http://bit.ly/2buipFb 1.2 Spenna og straumur Í kaflanum er farið í undirstöðuatriði straumrása, hvað þarf til að koma rafstraumi af stað, hvað viðheldur honum, hverskonar efni leiða straum og hverskonar efni gera það ekki. Lykilhugtök • spenna • straumur • straumrás • leiðari • einangrari Vídeóglósur úr kaflanum má nálgast hér: https://youtu.be/jYGbuxJ-dT0?list=PLEOdx3sN9CBl9JS9nMxraQnLM1EoqZ7Rn Hér eru hugmyndir að verklegum æfingum sem geta komið að gagni við útskýringar lykilhugtaka kaflans. Einnig eru vísanir í sýndartilraunir sem útskýra á sambærilegan hátt hugtökin. Hér eru tvær sýndartilraunir sem sýna spennu í rafhlöðu. Munum að spenna er sú orka sem þarf til að koma rafeindunum af stað. https://phet.colorado.edu/en/simulation/battery-voltage https://phet.colorado.edu/en/simulation/legacy/conductivity

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=