Eðlisfræði 1, 2 og 3 - Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar – Eðlisfræði 1 4 1. Rafmagn Efni kaflans: Á fyrstu opnu kaflans (bls.6–7) er inngangur ásamt punktum um hvað nemandinn eigi að kunna eftir yfirferð hans. Þessa punkta er gott að fara yfir með nemendum í upphafi og við lok yfirferðar kaflans til að sjá hvort markmiðum hafi verið náð. Einnig má benda á samantekt í lok kaflans (bls. 36) sem inniheldur aðalatriði kaflans í punktaformi. Þessa samantekt er einnig gott að skoða bæði í upphafi og við lok kennslu kaflans. Kaflanum er skipt í 6 undirkafla og eru kennsluleiðbeiningarnar skipulagðar með sama hætti. Fyrst eru tekin fram lykilhugtök kaflans sem nemendur þurfa að kunna skil á, síðan er hlekkur á vídeóglósur kaflans og að lokum eru hugmyndir að verklegum æfingum og vísanir á sýndartilraunir á netinu. 1.1 Rafleðsla Í kaflanum er gægst inn í frumeind til að útskýra rafhleðslur og virkni þeirra og aðeins rætt um eldingar og varnir gegn þeim. Lykilhugtök: • rafhleðsla • rafeind • róteind • elding • eldingavari Vídeóglósur úr kaflanum má nálgast hér: https://youtu.be/8ye_q54ZppY?list=PLEOdx3sN9CBl9JS9nMxraQnLM1EoqZ7Rn Verklegt/sýndartilraunir Hér eru hugmyndir að verklegum æfingum sem geta komið að gagni við útskýringar lykilhugtaka kaflans. Einnig eru vísanir í sýndartilraunir sem útskýra á sambærilegan hátt hugtökin. Gosdósarafsjá Efni: Tóm gosdós, einangrunarteip, frauðplastbolli, álpappír, skæri og blaðra. Límdu dósina við frauðbollann. Klipptu út mjóa ræmu af álpappírnum og komdu honum fyrir í flipa dósarinnar. Ef dósin hefur ekki flipa, þá er hægt að líma hann við dósina. Nú ertu kominn með rafsjá sem virkar þannig að ef hún nálgast hlut sem er hlaðinn rafmagni, þá mun álpappírinn annað hvort dragast að eða forðast hlutinn. Einnig er hægt að hlaða blöðru með því að nudda henni við hár og setja hana nálægt rafsjánni og athuga hvað gerist. Munum: Sams konar rafhleðslur ýta hver annarri frá sér og ólíkar dragast hver að annarri. Þegar hlutur tapar rafeindum verður hann plúshlaðinn. Þegar hlutur fær til sín rafeindir verður hann mínushlaðinn. Það er einnig hægt láta hlaðna blöðru nálgast tóma gosdós á borði. Ef blaðran er vel hlaðin mun hún ýta gosdósinni af stað.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=