Eðlisfræði 1, 2 og 3 - Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar – Eðlisfræði 1 14 Inngangur Leiðbeiningar um skýrslugerð Framkvæmdadagur Nafn höfundar Nafn tilraunar Nöfn samverkamanna Tilgangur/rannsóknarspurning • Hér skal skrá hvað skal athuga með tilrauninni, hvers vegna verið er að framkvæma tilraunina (markmið). Hér skal einnig skrá hvaða reglur eða lögmál eru til athugunar, þ.e. umfjöllun um efnið. • Ef verið er að prófa tilgátu er hún sett fram hér og útskýrt hvers vegna sú tilgáta er sett fram. Efni og áhöld • Áhöld og efni: Hér eru talin upp í stafrófsröð þau áhöld og efni sem notuð eru við framkvæmd tilraunarinnar. Framkvæmd • Hér skal draga saman mikilvægustu skrefin í framkvæmd tilraunarinnar. Hér er stundum gott að nota ljósmyndir eða tengil á myndband til að lýsa ferlinu. Myndband skal vera stutt og hnitmiðað. Niðurstöður og útreikningar • Reynið ávalt að hafa niðurstöður sem myndrænastar, þ.e. nota töflur, línurit, súlurit. Myndband, ef það er gert myndi líka sýna niðurstöður. • Forðist að ræða niðurstöður hér, það er gert undir kaflanum umræður. • Í þessum kafla eru útreikningar sýndir Umræður • Ef tilgáta var sett fram er hún rædd hér og sagt hvort hún stóðst eða ekki. • Niðurstöður ræddar og ályktun dregin af þeim. • Ef eitthvað mistókst þá er reynt að útskýra hvers vegna. • Er eitthvað sem vert er að skoða betur í framhaldi af æfingunni? Hvar og hvenær skrifað Undirskrift þess/þeirra sem skrifa(r) skýrsluna

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=