Eðlisfræði 1, 2 og 3 - Kennsluleiðbeiningar
Kennsluleiðbeiningar – Eðlisfræði 1 13 Inngangur Kaflaprófin Á læstu svæði kenanra á www.mms.is eru kaflapróf sem líta má á sem tillögu eða hugmynd að spurningum úr efni viðkomandi kafla. Svör við þeim eru einnig á læsta svæðinu. Upprifjun Ljúka má yfirferð hvers meginkafla með því að fara aftur yfir kynninguna í byrjun kaflans. Hafa markmiðin náðst? Kennsluleiðbeiningarnar Hverri líffræðibók fylgir kennsluleiðbeiningahefti, meðal annars með svörum við spurningum, en að auki er hægt að nálgast heftin á vef Menntamálastofnunar www.mms.is . Leiðbeiningar með eðlisfræðibókunum eru eingöngu gefnar út á vefnum. Kennsluleiðbeiningarnar eru aðgengilegar og nothæfar fyrir alla kennara sem kenna náttúrufræði, hvort sem þeir eru reyndir eða að stíga sín fyrstu spor í náttúrufræðikennslu. Lykillinn að farsælli eðlisfræðikennslu er að vekja áhuga nemenda, leyfa þeim að prófa sig áfram með raunveruleg viðfangsefni og tengja þau við daglegt líf. Í hverjum kafla kennsluleiðbeininganna eru hugmyndir og verklýsingar fyrir verklegar æfingar. Fyrst er talið upp það sem er talið vera æskilegur grunnbúnaður fyrir verklegar æfingar í eðlisfræði. Flest af því er vonandi til í verklegum stofum, en getur nýst sem leiðarvísir fyrir nýja kennara. Í inngangi kennsluleiðbeininganna eru einnig ítarlegar leiðbeiningar um skýrslugerð ásamt tillögu um námsmatskvarða fyrir stærri verkefni eða vinnubækur.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=