CO₂ - Framtíðin í okkar höndum
7 TÍÐARFARIÐ BREYTIST Í SÍFELLU Í samtímalýsingu á tíðarfarinu árið 1866 segir: „Veruleg kuldaköst gerði um vorið og framan af sumri, en eftir fyrstu viku júlímánaðar þótti tíðarfarið skárra … Veðurfar var hart um Norðurlönd á árunum 1865–1867.“ (Úr bókinni Árferði á Íslandi í 1.000 ár eftir Þorvald Thoroddsen.) Tíðarfar lýsir veðráttunni innan mánaðar eða árstíðar. LOFTSLAGIÐ ER STÖÐUGRA Loftslagi má bæði lýsa staðbundið eða fyrir jörðina í heild. Í bæklingi ferðaskrifstofu er svohljóðandi lýsing á veðurfari Kanaríeyja: „ Loftslagið á Tenerife er með eindæmum milt. Meðalhitinn yfir sumarið er 24°C og yfir veturinn 15 °C. Oftast er besta veðrið sunnan og vestan til á eyjunni en meiri úrkomu að vænta norðan til.“ VEÐURLÝSINGAR Freðhvolfið: Jöklar, hafís, snjór og freri í jörðu kallast einu nafni freðhvolf jarðar. Umfang þess á hverjum tíma og breytileiki hefur mikið að segja fyrir hægar og langvarandi sveiflur í veðurfari. Lífhvolfið: Allar lífverur, jafnt ofan jarðar sem í jarðvegi eða djúpt í heimshöfunum, hafa með beinum eða óbeinum hætti áhrif á veðurfarið. Umfang og virkni í lífríkinu ræður talsverðu um styrk koltvíoxíðs og vatnsgufu í andrúmslofti á hverjum tíma. GEISLUN JARÐAR GEISLUN SÓLAR SKÝ ÚRKOMA UPPGUFUN GRÓÐURHÚSA- ÁHRIF JÖKLAR LAND HAFÍS SJÓR Sólarströnd á Tenerife
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=