CO₂ - Framtíðin í okkar höndum

6 Veður, veðurfar, loftslag VISSIR ÞÚ AÐ ... … enska orðið climate er samheiti yfir veðurfar og loftslag? Loftslagskerfi jarðar Lofthjúpurinn: Lofthjúpurinn er blanda lofttegunda sem umlykur jörðina. Hann hleypir í gegnum sig geislun sólar og ósýnilegri geislun frá yfirborði jarðar. Efri hluti lofthjúps verndar okkur fyrir hættulegri geislun. Sá hluti lofthjúpsins sem nær upp í 10 til 15 km hæð gegnir mikilvægu hlutverki við að dreifa hita og raka um jörðina og þar myndast einnig ský og úrkoma. Þessir þættir og samspil þeirra móta veðurfarið á hverjum stað. Heimshöfin: Mikið flæði varma á sér stað á milli lofthjúps og heimshafanna. Stór hluti vatnsgufu í lofthjúpnum á uppruna sinn í hafinu. Höfin geyma mjög vel varma sem fæst við upphitun sólar, jafnvel niður á talsvert dýpi. Hafstraumar sjá svo um að flytja varma frá heitum svæðum til þeirra kaldari. Yfirborð lands: Yfirborð landsins drekkur í sig geislun frá sól. Vatn gufar upp, m.a. frá jarðvegi og gróðri. Fjöll og dalir brjóta upp vindstrengi og hafa þannig mikil áhrif á staðbundið veðurfar. Það sama má segja um borgir og önnur mannvirki í umhverfinu. Berggrunnur, jarðvegur og gróðurfar skipta sköpum fyrir vatnshringrásina og þar með veðurfar. Veðrið er síbreytilegt frá einum degi til annars og frá einni viku til þeirrar næstu. Veðurfar er hins vegar meðalveðrið yfir lengri tíma, helst í nokkur ár. Þegar greint er frá veðurfari tiltekins staðar eru aðallega notaðar mælingar á hita og úrkomu. Rétt eins og veðrið, tekur veðurfarið breytingum og það verða sveiflur á úrkomu, tíðni vindátta, hita o.fl.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=