CO₂ - Framtíðin í okkar höndum

4 Hiti á yfirborði jarðar á uppruna sinn í sólinni Geislun sólar = geislun jarðar Jörðin er því sem næst kúlulaga og þess vegna dreifast geislar sólarinnar á misstóran flöt við yfirborð hennar. Möndulhalli jarðar stjórnar árstíðunum og einnig því hvernig sólarljósið dreifist. En ský endurkasta líka út í geim um 30% alls þess sólarljóss sem berst inn í lofthjúpinn. Jöklar og höf virka einnig eins og öflugir speglar og endurvarpa hluta ljóssins út í geim. Afganginn af sólarljósinu gleypir lofthjúpurinn, eða yfirborð jarðar, og umbreytir geislum sólar í varma. Jörðin gefur líka frá sér geisla, en ólíkt ljósinu frá sólinni er jarðgeislunin ósýnileg. Hluti jarðgeislunarinnar kemur aftur til baka frá lofthjúpnum og það fyrirbæri kallast gróðurhúsaáhrif. Þau verða til vegna þess að í lofthjúpnum er vatnsgufa og ský, ásamt gastegundum á borð við koltvíoxíð og metan. Síðustu áratugi hafa bæst við manngerðar gastegundir í lofthjúpinn sem mælast í mjög litlum mæli en valda einnig auknum gróðurhúsaáhrifum. Án sólar væri hér eilíft náttmyrkur og hitinn lægri en –200°C. Á leið sinni til jarðar fara geislar sólarinnar í gegnum 100 km þykkan lofthjúpinn sem umlykur jörðina. MÖNDULHALLI JARÐAR ÚTGEISLUN ÚTGEISLUN ÚTGEISLUN ÚTGEISLUN VISSIR ÞÚ AÐ ... … geislun sólar á hvern fermetra á yfirborði jarðar er álíka og geislun frá sex 60W ljósaperum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=