CO₂ - Framtíðin í okkar höndum
32 Loftslagið varðar okkur öll Ísbrot djúpt úr Grænlands- jökli. Þetta féll sem snjó- koma í kringum árið 1000. Loftbólur í ísnum geyma mikilvægar upplýsingar um veðurfar og efnasam- setningu lofthjúps á þessum tíma. Í jarðsögunni er vel þekkt að loftslagið hefur gengið í gegnum miklar sveiflur. Það er líka vitað að með aðgerðum sínum getur maðurinn valdið breytingum á veðurfari. Mörgum spurningum um veðurfarsbreytingar er erfitt að svara. Hvernig verður umhorfs á jörðinni í framtíðinni? Verður hægt að hægja á þeirri hlýnun sem nú þegar er hafin? Munu jöklar bráðna? Mun flæða yfir strandhéruð? VISSIR ÞÚ AÐ ... ... aðgerðir til að hægja á loftslags- breytingum af mannavöldum er eitt mikilvægasta verkefni jarðarbúa í dag? Tökum höndum saman um bjarta framtíð Það er ljóst að breytingar á loftslagi jarðarinnar eru töluverðar. Þú hefur lesið í þessu hefti að margar þeirra má rekja til þess hvernig maðurinn hefur hagað lífs- háttum sínum á undanförnum tveimur öldum. Maðurinn býr yfir miklu hugviti, þekkingu og kunnáttu. Um allan heim vinna vísindamenn að því hörðum höndum að finna lausnir á ýmsum þeim vandamálum sem snúa að hlýnun jarðarinnar. En mannkynið á ekki að sitja og bíða eftir niðurstöðum. Við sem nú lifum þurfum að taka höndum saman til að sporna við frekari breytingum. Við verðum að geta með góðri samvisku veitt komandi kynslóðum sömu möguleika og við höfum haft til að lifa góðu lífi á jörðinni.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=