CO₂ - Framtíðin í okkar höndum
30 Úrklippa úr Viðskiptablaðinu 1. nóv 2007 Ný tækni hjálpar til Skipasegl. Ný tækni byggð á gömlum grunni. Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að losun gróðurhúsalofttegunda verði 50–75% minni árið 2050 en var árið 1990. Svo háleitt markmið næst einungis ef endurnýjanlegir orkugjafar og loftslagsvænt eldsneyti kemur í stað jarðefnaeldsneytis. VISSIR ÞÚ AÐ ... … rúmlega 20% allrar losunar gróður- húsalofttegunda á Íslandi kemur frá bílaumferð? Vindur knýr skip Seglskipin hér áður fyrr voru knúin vindorku. Orka vindsins var beisluð til að knýja skipin áfram. Vélar leystu síðan seglin af hólmi, fyrst í stað gufuvélar þar sem notuð voru kol og síðan vélar sem brenna olíu. Flutningar á hráefnum og neysluvarningi um heimshöfin eiga sinn hlut í losun koltvíoxíðs. Nú er komið fram á sjónarsviðið segl sem hugsað er á stór vélknúin fley. Það er nokkurs konar tog-flugdreki sem fest ur er fremst á skipið. Lögunin á drekanum gefur honum eiginleika sem líkjast vængjum á flugvél. Afl á hvern fermetra er fimmfalt miðað við hefðbundið segl. Seglið hentar best þar sem stöðugir vindar ríkja og er talið geta minnkað olíunotkun um 10 – 35%.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=