CO₂ - Framtíðin í okkar höndum

29 VISSIR ÞÚ AÐ ... …mörg land- svæði sem áður var ráðstafað til ræktunar á korni og öðrummat- vælum fara nú undir framleiðslu á lífdísilolíu? OG AÐ ... … skógarmörk birkis mun hækka um 150 metra í landinu ef sumar- hitinn á Íslandi hækkar um 1°C? Lífeldsneyti Lífeldsneyti er samheiti fjölmargra eldsneytistegunda sem eiga það flestar sameiginlegt að vera unnar úr afurðum sem einnig eru nýttar til manneldis. Lífeldsneyti geta verið ýmsar gerðir af jurtaolíu eða etanóli sem framleitt er úr sykri. Oftast er lífeldsneyti blandað út í bensín eða dísilolíu í þeim tilgangi að draga úr koltvíoxíðlosun við bruna vélarinnar. Í löndum þar sem mikið fellur til af úrgangi við ræktun og matvælaframleiðslu er lífdísilolía hagkvæmur kostur. Má þar nefna Brasilíu þar sem stór hluti bílaflotans gengur á lífeldsneyti. Rafmagnsbílar Á Íslandi eru rafmagnsbílar sérlega loftslagsvænir þar sem rafmagn er framleitt með endurnýjanlegum orkugjöfum. Rafmagnsbílar eru umhverfisvænir því þeir losa ekki koltvíoxíð. Til þess að þeir verði að fullu samkeppnishæfir er þörf á rafhlöðum sem nægja til þess að knýja bílana um 500 km á einni hleðslu. Vetnisbílar Á undanförnum árum hafa farið fram rannsóknir , m.a. hér á landi, á þeim möguleikum að knýja ökutæki með vetni. Á Íslandi yrði vetni framleitt úr vatni með raforku. Vetni er mjög hvarfgjarnt og af því stafar sprengihætta. Bruni þess losar ekki koltvísýring sem gerir vetnisbíla fyrir vikið mjög fýsilega. Þróun vetnisbíla fyrir hagkvæma fjöldaframleiðslu er, líkt og þróun rafmagnsbíla, heldur skammt á veg komin og dýrt væri að skipta út öllum bílaflota landsmanna fyrir vetnisbíla í einu lagi. SJÁLFBÆR ÞRÓUN Hugtakið sjálfbær þróun er mjög víðtækt og tengist mörgum þáttum samfélagsins. Sjálfbær þróun í loftslagsmálum miðar m.a. að því að nýta auðlindirnar á hófsaman hátt og ganga ekki óhóflega á forða náttúrunnar, þannig að hann endurnýi sig. Endurnýjanlegar orkuauðlindir eru t.d. vatnsorka, vindorka og sólarorka. Norðurlandaþjóðirnar hafa tekið höndum saman og vilja ganga einna lengst í nýtingu á náttúruauðlindum á sjálfbæran hátt. Til að þetta takist ætla Norðurlöndin að hvetja til aukinnar tækniþróunar á sviði sjálfbærrar notkunar á náttúruauðlindum sem nýst gæti víðs vegar í heiminum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=