CO₂ - Framtíðin í okkar höndum

28 Hvað getum við gert? SPURT ER ... … hvaða breytingar í daglegum háttum fólks á Íslandi væru líklegastar til þess að draga úr losun gróðurhúsa- lofttegunda? … hverjar þeirra eru án mikillar fyrirhafnar og hverjar eru líklegar til að draga úr lífsgæðum fólks? Sparneytnari bensín- og dísilbílar Litlir og sparneytnir bílar eru bæði ódýrari í innkaupum og hagkvæmari í rekstri. Dísilvélar í fólksbílum eru líka almennt nýtnari en sambærilegar bensínvélar. Sparneytnari bílar eru því án efa besti kosturinn til að draga úr losun á koltvíoxíði. Hjólreiðar og ganga Umhverfisvænsti ferðamátinn eru hjólreiðar eða að fara fótgangandi. Hægt væri að draga talsvert úr losun gróðurhúsalofttegunda ef styttri ferðir innanbæjar væru farnar gangandi eða á hjóli. Við það sparast eldsneyti og fáir efast um að það bæti heilsuna hjá þeim sem velja þessa kosti. Metanbílar Metangas losnar úr læðingi á urðunarstöðum sorps og rýkur þaðan út í lofthjúpinn. Þar sem hlýnunarmáttur metangass er 21 miðað við koltvíoxíð (sjá mynd á bls. 12) dregur það úr gróðurhúsaáhrifum að brenna metani og breyta í koltvíoxíð. Á urðunarstöðum er hægt að safna metangasinu saman. Fjölorkubílar geta nýtt bæði metan og bensín sem eldsneyti. Metangasið er innlent eldsneyti og þykir heppilegt á flutningabíla og önnur stærri ökutæki. Almenningssamgöngur Ef allir færu ferða sinna í stórborgum, til og frá vinnu eða í skóla, á einkabílum fylltust göturnar fljótt af bílum. Á höfuðborgarsvæðinu og víðar eru almennings- samgöngur góður kostur ef þær stuðla að fækkun bíla á götum. Almennings- samgöngur eru hins vegar dýrar þegar þær eru ekki nýttar nægjanlega vel. Hér á landi hafa stjórnvöld skoðað marga möguleika til að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda. Meira en 20% allrar losunar á Íslandi kemur frá samgöngum, að mestu leyti frá bílaumferð. Reiknaður hefur verið út kostnaður við nokkrar leiðir til að breyta samgönguháttum landsmanna og hann skoðaður með tilliti til hversu mikið tekst að draga úr útblæstri koltvíoxíðs.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=