CO₂ - Framtíðin í okkar höndum

27 CO 2 Bruni jarðefnaeldsneytis 57% Aðgerðir til að draga úr útblæstri koltvíoxíðs Margar leiðir eru færar til þess að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda. Sumar eru einfaldar og smáar í sniðum eins og að ganga eða hjóla í vinnuna, búðina og skóla í stað þess að nota bílinn. Hver og einn getur hæglega breytt ýmsu í daglegu lífi sem gæti leitt til umhverfisvænni lífshátta og minni sóunar á auðlindum jarðarinnar. Hutfallsleg skipting á útstreymi gróðurhúsalofttegunda á Íslandi er nokkuð önnur en annars staðar í heiminum. Framleiðsla raforku með vatnsafli eða jarðhita losar ekki gróðurhúsalofttegundir hér á landi, en dálítið af koltvíoxíði berst út í andrúmsloftið með jarðgufu frá háhitasvæðum. Áliðnaðurinn fær orku að mestu frá vatnsafli. Engu að síður losnar mikið af gróðurhúsa- lofttegundum þegar kolaskaut eru brennd við rafgreiningu í álframleiðslu. Sjávarútvegur er sérstakur útstreymisflokkur hér á landi. Sumar fiskimjölsverksmiðjur og allur fiskiskipaflotinn brenna olíu. Á árunum 1990 til 2007 jókst heildarútstreymi gróðurhúsalofttegunda um tæpan þriðjung hér á landi. Aukning álframleiðslu hafði töluverð áhrif svo og aukin umferð á vegum landsins. Vissir þú að á Íslandi er nánast öll raforka fengin með vatnsafli eða jarðhita? Í enskum skólum er mælst til þess að öll ljós séu slökkt eftir að skólatíma lýkur. Það er ein margra leiða til að spara raforku og stuðla um leið að samdrætti í útblæstri koltvíoxíðs. Á Bretlandseyjum er lítið um endurnýjanlega orkugjafa eins og vatnsaflsvirkjanir, jarðvarma eða sólarorku. Vindurinn er beislaður í dálitlum mæli með vindmyllum, en stór hluti rafmagns er framleiddur í orkuverum þar sem gas, kol eða olía er orkugjafinn. Á Íslandi lækkar rafmagnsreikningur skólans með sömu aðgerð, en útblástur koltvíoxíðs er enginn þar sem raforkan er framleidd með vatnsafli. Aðrar leiðir eru stærri í sniðum og reyna oft á efnahagslega hagsmuni. Þegar loka á kolaorkuveri í Mið-Evrópu, sem framleiðir rafmagn fyrir fjölmennan landshluta, er málið til dæmis orðið flóknara. Lokun orkuversins er ekki raunhæf nema aðrir hagkvæmari möguleikar á orkuöflun komi í staðinn. Hvaða breytingar í daglegum háttum fólks á Íslandi væru líklegastar til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda? Hverjar þeirra eru án mikillar fyrirhafnar og hverjar eru líklegar til að draga úr lífsgæðum fólks? ÓLÍKAR LEIÐIR ÚTSTREYMI Á ÍSLANDI ? ? ? Samgöngur 23% Úrgangur 6% Iðnaður og efnanotkun 41% Landbúnaður 12% Rafmagn og hiti 4% Sjávarútvegur 14% Það sem gagnast vel í sumum samfélögum hefur litla eða enga þýðingu annars staðar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=