CO₂ - Framtíðin í okkar höndum

26 Aðgerðir og losunarbókhald Orkuframleiðsla: Losun vegna orkuframleiðslu verður að mestu við bruna jarðefnaeldsneytis (einkum kola) við framleiðslu á rafmagni til almennra nota. Samgöngur: Langflest farartæki, bílar, flugvélar og skip, eru knúin af jarðefna- eldsneyti. Hlutur samgangna í heildarlosun gróðurhúsalofttegunda hefur aukist mjög hratt. Húsnæði: Losun gróðurhúsalofttegunda frá híbýlum fólks er fólgin í húshitun, matseld, lýsingu, heimilistækjum, tölvunotkun, kyndingu og loftkælingu. Iðnaður: Útstreymi gróðurhúsalofttegunda á sér stað við margvíslega iðnaðarframleiðslu svo sem bruna rafskauta við álframleiðslu og við losun flúorkolefna sem hafa mikinn hlýnunarmátt. Undir þetta flokkast einnig hluti raforkuframleiðslu sem verður til í iðnaði og raforkan er fengin með bruna jarðefnaeldsneytis. Landbúnaður: Stærstur hluti losunar frá landbúnaði er frá búfé og ræktarlandi í formi metans (CH 4 ) og díniturmónoxíðs eða hláturgass (N 2 O). Eyðing skóga og gróðurlenda: Verulegt magn koltvíoxíðs (CO 2 ) losnar þegar skógur er höggvinn og hann brenndur. Jarðvegsrof, sem fylgir oft í kjölfar skógar- og gróðureyðingar veldur einnig aukningu koltvíoxíðs í lofthjúpi. Úrgangur: Metan (CH 4 ) rýkur úr rotnandi sorphaugum. Einnig myndast koltvíoxíð (CO 2 ) þegar sorp og annar lífrænn úrgangur er brenndur. Heildarlosun gróðurhúsa- lofttegunda eftir greinum Hnattræn losun eftir gastegundum Nákvæmt bókhald er haldið um losun og bindingu gróðurhúsa- lofttegunda sem hvert ríki skilar árlega til skrifstofu loftslags- samnings Sameinuðu þjóðanna. Útstreymi gróðurhúsaloft- tegunda er skipt niður í nokkra flokka eftir uppruna. VISSIR ÞÚ AÐ ... … aukin meðvitund hvers og eins í daglegum háttum er besta leiðin til árangurs í loftslagsmálum? 3% 26% 13% 8% 19% 14% 17% Skógareyðing og hnignun lands Landbúnaður Samgöngur Húshitun og heimilistæki Iðnaður og efnanotkun Raforkuframleiðsla Úrgangur CO 2 Skógareyðing og hnignun landgæða 17% CH 4 Metan 14% N 2 O Díniturmónoxíð 8% CO 2 Annað 3% 1% Flúorgas- tegundir

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=