CO₂ - Framtíðin í okkar höndum

25 Sólblettir á yfirborði sólar. Í samanburði við nálægan smábæ hækkaði hitinn í Tókýó með stækkun borgarinnar. Tókýó 1900 1910 1950 1930 1970 1920 1960 1940 1980 1990 21 20 22 23 24 2000 Katsuura Sumarhiti (°C) Í jarðsögunni hafa oft átt sér stað meiri breytingar á styrk gróðurhúsaloft- tegunda og hita! E nginn mótmælir því að lofthjúpurinn og lífríki jarðar hafi gengið í gegnum miklar sveiflur í jarðsögunni á milljónum ára þar sem heilu vistkerfin hafa liðið undir lok. Ástæður þeirra breytinga eru margvíslegar og sumar ekki að fullu skýrðar. Þróuð samfélög manna komu hins vegar ekki fram fyrr en fyrir nokkrum þúsundum ára eða eftir að síðasta jökulskeiði lauk. Maðurinn hefur aldrei fyrr þurft að takast á við veðurfarsbreytingar eins og þær sem í vændum eru. Hlýnun stafar ekki eingöngu af aukningu gróðurhúsalofttegunda! F ullyrt er að sveiflur í veðurfari hafi alltaf verið miklar og hlýnunin nú sé engin undantekning í veðurfarssögunni. Margir áhrifaþættir vega í raun þyngra en gróðurhúsaáhrifin. Sagt er að breytingar í virkni sólar, áhrif eldgosa, eða breytingar á hafstraumum séu ráðandi í veðurfarsbreytingum. Hægt er að vera sammála því að allir þessir þættir hafa vissulega áhrif á veðurfar. Styrkur sólarinnar er ekki alltaf sá sami og á 11 ára fresti ná sólblettir á yfirborði sólar hámarki. Þá eykst styrkur geislunar lítið eitt. Eins eru aðrar sveiflur í orkustreymi frá sólinni á áratuga-, jafnvel aldafresti vel kunnar. Virkni sólar á mikinn þátt í ýmsum sveiflum í hitafari en á síðustu áratugum eru þær of litlar til að geta skýrt þá hlýnun sem mælst hefur á jörðinni. Hlýnunin er vegna þess að hitinn er mældur í borgum! Á þeim stöðum þar sem hita- mælingar hafa verið gerðar lengi, og á sama stað, má oft sjá hægfara breytingar á hitafari frá upphafi mælinga til dagsins í dag. Sumir mælistaðir voru áður í útjaðri þéttbýlis, en eru nú komnir inn í miðja borg. Hús, götur og malbik drekka í sig hitageislun sólar í ríkari mæli en engi og tún. Borgir verða því að nokkurs konar hitaeyjum. Á sólskinsdegi verður þannig hlýrra í París en í sveitunum umhverfis borgina. Þessi áhrif borgamyndunar eru vel þekkt og leiðrétta þarf meðalhitann eftir á vegna þeirra. Höfuðborgin í Japan, Tókýó, hefur vaxið hröðum skrefum alla 20. öldina. Í upphafi aldarinnar var meðalhitinn lægri í Tókýó en í smá- bænum Katsuura ekki langt frá. Þegar leið á öldina varð til eins konar hitaeyja í höfuðborginni sem fór jafnframt stækk- andi. Á endanum fór meðalhitinn í Tókýó upp fyrir Katsuura vegna þessara áhrifa.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=